Í lok skóladags

Jæja,  Þá er fyrsta skóladeginum lokið og allir ánægðir og allt eins og það á að vera.  Svo sér maður að takturinn breytist líka heima.   Það sást greinilega þegar ég kom heim í dag eftir vinnu. Wink  Krakkarnir komnir heim fyrir löngu úr skólanum og farnir aftur út að hitta vini sína. 

En heima.... hmmmm    Ég held að það hafi jarðskjálfti eða mjög mikið fjör. Smile  Úlpur, peysur, diskar og glös hér og þar.  Brauð og mjólk uppá borðum og engin tími að ganga frá neinu.

Sumir hafa verið að sýna færni sína í viðgerðum á hjólabrettum.  Verkfæri, skúfur og boltar út um allt.  Skólatöskur næstum út á miðju gólfi.Halo  Ég er hættur að segja við þau að öllu sé hent út á mitt gólf eftir að Húgó sálfræðingur benti okkur foreldrum á, að það væri mikil alhæfing að segja að krakkar hentu alltaf öllu út á mitt gólf.  "Afhverju hendir þú alltaf fötunum þínum út á mitt gólf krakki?"  Svar: Þau eru ekkert út á miðju gólfi. Ertu kannski með málband til að mæla það? Whistling 

Svo er bara að bíða eftir næsta degi. W00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kunnuglegt Marinó,,, við fórum á Stuðmannatónleika í gærkveldi og því voru allir lúnir í morgun

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.8.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband