Er umhverfisvænt að aka yfir hraðahindrun?
30.6.2007 | 19:33
Allir sem aka um götur Kópavogsbæjar þekkja hvössu og háu hraðahindranirnar sem þar eru.
Auðvitað eru hindranir nauðsynlegar. Eins og nafnið gefur til kynna; hraðahindrun.
En hvað um hraðahindranir t.d. í Reykjavík? Virka þær þá ekkert? Þær eru mun mýkri.
Ef hámarkshraðinn er t.d. 30 km í götu þá á að virða hann. Ég held að því miður aki flestir of hratt á milli hindrana og bremsi rétt áður en komið er að þeim en auki síðan hraðann þangað til að komið er að næstu hindrun.
Að sjálfsögðu verður aldrei hægt að meta mannslíf og þessar hindranir eru til að koma í veg fyrir slys og virka sem líkar.
En hvað skyldi það kosta fyrir þjóðfélagið að aka yfir þessar hindranir á ári?
Nú spyr einhver ef einhver les þetta: Hvað meinar hann?
Það hlýtur að vera dýrt að vera alltaf að bremsa og gefa svo aftur í (eyðsla) og einnig óþarfa álag á fjöðrunarkerfi bílsins. Helsti kostnaðurinn: Eldsneyti, bremsur og fjöðrunarbúnaður. Hávaði í næsta nágrenni við hindranirnar og þar að auki mengun.
Dæmi 1: Gata með 50 km hámarkshraða og fjórar hvassar hraðahindranir (Kópavogshraðahindrun). Ökumaður A ekur á milli hraðahindrana á 50 km hraða og hemlar rétt áður en hann ekur yfir hindrunina og eykur strax hraðann að næstu hindrun. Hann þarf að aka fjórum sinnum með svona aksturslagi.
Dæmi 2: Gata með hámarkshraða 50 km og fjórar mjúkar hraðahindranir (Reykjavík). Ökumaður ekur með jöfnun hraða en hægir aðeins á meðan hann ekur yfir hindrunina. Lítil hraðbreyting og lámarks bremsunotkun.
Ég held að það sé betra að nota ljósatöflur sem sýnir ökuhraðan samhliða mjúkum hraðahindrunum. Umhverfisvænni akstur þar að auki.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.