Frábærir tónleikar í Höllinni

 Í gærkvöldi fórum við fjölskyldan á tónleika í Höllina að sjá Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt hljómsveitinni Dúndurfréttir flytja verkið The Wall eftir Roger Waters og félga í Pink Floyd.   Þetta voru frábærir tónleikar og hin mesta skemmtun.  Ég ætla mér ekki að setjast í neitt dómarasæti enda skemmti ég mér vel. Þó verð ég að skrifa smá.  Wink Einar Þór Jóhannsson er snillingur á gítarinn og spilaði nánast eins og David Gilmour væri staddur á sviðinu. Svei mér þá, ég held að hann hafi náð treganum í gítarnum sem Gilmour var frægur fyrir.  Matthías Matthíasson og Pétur Örn Guðmundsson frábærir í söngnum.     Hörku  band.

Ég hef nú ekki farið oft á tónleika með Sinfóníunni en það er gaman að sjá Bernharð Wilkinson stjórna í svona léttu verki. Hann lifir sig vel inn í þetta.    Verst hvað allir hljóðfæraleikarnir eru alvörugefnir, það sást ekki neinn hreyfa sig í takt við tónlistina.  Smile En þau hafa vonandi haft gaman eins og ég gerði.   Smá óhljóð 2x í hljóðkerfinu. Ég hefði viljað heyra meira af óvæntri útgáfu af verkinu og klassísku hljóðfærin hefðu mátt koma sterkari inn.    Skólakór Kársness var frábær.

En fyrir rokkunnandann var þetta geggjað.  Krökkunum mínum fannst þetta skemmtilegt og þetta kom þeim virkilega á óvart. Smile

Sem sagt flottir rokktónleikar. Takk Takk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Hefði gjarna viljað vera þarna, marinó, en það er ekki hægt að gera allt... hef haldið því fram í mörg ár að einar sé besti gítarleikari landsins. hann er ótrúlegur bara. matti er ofsa flinkur söngvari en á það til að vanda sig of mikið í pink floyd. mér finnast dúndurfréttir algjör toppgrúppa og sinfó auðvitað líka:)

Sá pink floyd í stokkholmi 1989 held ég og það voru bestu tónleikar sem ég hef séð. var einnig meðal ríflega 200 þúsund manna við branderburgarhliðið í ágúst ´91 þegar the wall var sett upp. jebbs, það jafnast sko ekkert á við það.

arnar valgeirsson, 1.7.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband