Hjólabrettabraut í Fossvogsdal

Framhaldsaga af hjólabrettabrautinni.   Eins og ég sagði frá hér fyrir nokkrum dögum, þá skrifaði strákurinn minn bæjarstjóranum í Kópavogi bréf uppá sitt einsdæmi og bað um eitt stykki braut fyrir hjólabretti í hverfið þar sem við búum.  Smile 

Jæja viti menn. Þegar ég, ásamt börnunum mínum vorum að koma heim í gærkvöld, þá tekur dóttir mín eftir því að það er komin þessi glæsilega braut rétt við Fossvogsskóla niðri í Fossvogsdalnum. Litli kappinn var snöggur í brettabúnaðinn og hlífar og var rokinn af stað niður í dal áður en ég vissi af. Grin

Ég hugsaði: Helv... voru þeir snöggir hjá Kópavogsbæ að svara bón stráksa.  "Sko, hvað sagði ég" Happy  En dóttir mín var nú fljót að átta sig á því að þessi braut væri alls ekki í Kópavogi heldur í Reykjavík.   Jæja, hugsaði ég, Cool Björn Ingi og Vilhjálmur borgarstjóri hafa örugglega lesið bloggið mitt og brugðist skjótt við eða þannig.  SmileGetLost 

Ég þykist vita að það tekur auðvitað sinn tíma fyrir bæjaryfirvöld að fara í gegnum umsóknir og samþykktarferli fyrir svona leiksvæði og Kópavogsbær þarf sinn tíma í það. En þeir gætu nú samt svarað stráknum að málið væri í skoðun.

En hvað um það. Nú röltir hann bara yfir í næsta bæjarfélag til að renna sér í brautinni. Flott að að skreppa yfir Dalinn til að renna sér þarna hjá Villa og co. Smile Þessi braut (Rampur) er rosalega flott.  Hugað að öllum öryggisatriðum.

Flott framtak.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra  

Vona samt að stráksi fái svar frá þeim sem pósturinn var stílaður á !

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Meira að segja jólasveinninn svarar bréfum barna sem skrifa honum svo þessir aðilar ættu þá að ráða við það að senda drengnum svar þó hann hafi ekki kosningarétt ...

Marta B Helgadóttir, 21.6.2007 kl. 16:32

3 identicon

Hææ

Loksins breytiru þessu En jaa þetta var nú flott núna getur maður slappar af út í solbaði á meðan Einar er úti og kemur heim í mad og svo aftur út En gnagi þer vel mee bloggið

Guðbjörg (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 17:11

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já mikið er nú súrt að honum sé ekki svarað, það er stutt í kosningaréttinn. Mynd takk, af reykvíska rampnum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband