Eru hljóðvarnarveggir við vegi of háir?

Oft hef ég velt því fyrir mér hvort þörf sé á að hafa hljóðvarnarveggi meðfram vegum eins háa og þeir eru í dag t.d. í íbúðahverfum.   Ég get vel skilið að þeir sem búa nálægt miklum umferðaþunga þrái meira næði. Umferð er hávær, um það þarf ekki að deila.  Ég veit að Vegagerðin og örugglega fleiri hafa látið gera rannsóknir á hljóðvarnarveggjum. (www.vegagerdin.is/hljoðvarnir).   

Hljóðvarnarveggir eru um þessar mundir byggðir í allt að 2ja metra hæð ef ekki hærra.  (Grasveggir) Vandamálið er að með svo háum veggjum er oft útsýni fórnað. Fjallasýn hreinlega hverfur.

Dæmi um þetta má sjá t.d. í Áslandshverfinu í Hafnarfirði, á Arnarneshæðinni og víðar.

Fleiri úrlausnir mætti skoða til að leysa þennan vanda.  Ég tel að víða dygði að hafa þessa veggi það háa að þeir næðu rétt upp fyrir dekkin á bifreiðum eða upp að rúðum á venjulegum bílum. 

Malbikið á Íslandi er gróft miðað við annarsstaðar sem gerir það háværara.  Kannski er það nauðsynlegt til að auka veðrunarþol malbiksins.  Eflaust eru heilmikil fræði sem tengjast þessu. 

Er ekki stundum of miklu fórnað með þessum háu veggjum þegar fallegt útsýni hreinlega hverfur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Grasveggirnir falla almennt betur að umhverfinu í íbúahverfum og eru fallegri en steyptir veggir. Hvort þeir eru gerðir óþarflega háir veit ég ekki. Slæmt ef fólk er að spilla útsýni ef það er ekki nauðsynlegt. Slíkar framkvæmdir ættu að fara í einhverskonar umhverfismat áður en ráðist er í þær þar sem fegurðarþátturinn/útsýni er tekið með í dæmið. Sjónmengun er ekki minna mikilvæg en önnur.  

Marta B Helgadóttir, 14.6.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband