Að kunna að bjarga sér

Eins og gengur og gerist þá eiga flestir krakkar mörg áhugamál.

Strákurinn minn (11 ára) er svo sem engin undantekning frá þessu.  Fótbolti, körfubolti og spilað á gítar svo eitthvað sé nefnt.   Ætla ekki að telja upp hvað hann á marga bolta. Smile 

Þessa daganna er hann mjög upptekinn af hjólabrettum.   Fínt mál.  En eins og gengur og gerist þá þarf auðvitað aðstæður til að stunda þessar íþróttir. Cool  Það þykir allavegana eðlilegt í dag.   Það er fín aðstaða við skólann hans til að spila bæði fótbolta og körfubolta. Svo æfir hann með HK í fótbolta og þar er flott aðstaða.

En þegar kemur að brettanotkun þá hefur honum verið keyrt víða um höfuðborgarsvæðið t.d. í Breiðholtið eða niður á Ingólfstorg, til að leika sér á brettabraut. Höfum ekki rekist á brettasvæði í nágrenni Hjallaskóla.  Að vísu er steypt svæði við Snælandsskóla en það er alltaf þakið grjóti og ómögulegt að renna sér þar. 

Það fór dágóður tími í það um helgina að ræða þetta brettaaðstöðuleysi sem endaði svona:

Hann: Pabbi? Afhverju skrifar þú bara ekki Gunnari bæjarstjóra og biður um eina braut hér í hverfið?

Hvað átti ég að gera? Woundering     Skrifa og biðja um eina braut?  hmmmm   Greinilega efins pabbi um jákvæð viðbrögð bæjaryfirvalda.  Blush

Ég: Af hverju prófar þú ekki að skrifa Gunnari Birgis sjálfur og útskýrir fyrir honum málið? Ég er viss um að hann hlustar frekar á þig en mig.  

Hann: Ég?  Hvernig á ég að gera það?  Það er ekkert hægt að skrifa honum. Ég kann það ekkert.

Ég: Skrifaðu bara það sem þér finnst á blað og farðu svo inná www.kopavogur.is og finndu bæjarstjórann þar.

Viti menn,  litli kappinn skellti sér inná internetið og skrifaði bæjarstjóranum fyrirspurn og sendi.  Smile  

Rökin hjá honum fyrir því að fá brettapall í hverfið voru þau að það væri ómöglegt fyrir unga krakka að geta ekki stundað íþróttir nærri heimili sínu.

 Það verður gaman að sjá hvort hann fær svar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Við Kópavogsbúar trúum því og treystum að Gunnar I. Birgisson vilji börnum í bænum - aðeins það besta........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 5.6.2007 kl. 08:40

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Nú sannast hvort gott er að búa í Kópavogi .

Herdís Sigurjónsdóttir, 5.6.2007 kl. 23:04

3 identicon

Gott hjá stráknum !

Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála.

Það er gott að búa í Hafnarfirði

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já þó lífið sé ekki alltaf blómabeð þá er gott að búa í Kópavogi.   Enda stutt til allra helstu staða.

Marinó Már Marinósson, 6.6.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband