Mófuglar og Fossvogdalurinn

Mikið þótti mér leitt að sjá að byrjað var að slá túnin í Fossvogsdalnumí liðinni viku.  Ég þykist vita að hér sé Kópavogsbær að "gera hreint".   Öllu heyinu var sturtað í safnhaug sem síðar var fjarlægður. Sem er svo sem í fínu.  Við viljum hafa fallegt í kringum okkur. 

Ég hugsaði strax: Geta þeir ekki byrjað annarsstaðar svona snemma?

Það sem mér þykir leitt er að mófuglinn er enn með ófleyga unga þarna  eða fuglinn jafnvel liggjandi á eggjum og ég er hræddur um að fáir ungar komist undan.  

Í fyrra þegar slegið var svona snemma júní þá þurkaðist út nánast allt mófuglalíf úr dalnum þar sem nýbúið var að slá.   Sláttuvélin fór alveg út að skurðbökkum þar sem fuglarnir eru oft með hreiðrin sín í þúfum. Þarna er t.d. hrossagaukurinn, lóa, stundum spói og fleiri mófuglar.

Ég spyr:  Er nauðsynlegt að slá svona snemma?  Mætti ekki bíða með þetta þangað til að ungarnir geta bjargað sér undan sláttuvélinni?

Ég skil vel að bændur þurfi að slá þegar þeim finnst tími til.   En að slá "túnin" í Fossvogsdalnum er óþarfi svona snemma.

Má ekki hafa þúfur í dalnum?  Þar er skjól fyrir smáfuglinn. 

Það er ekki nauðsynlegt að hafa allt malbikað eða ræktað og slegið.  Nær væri að útbúa meira skjól í dalnum fyrir þessa tegund af fuglum. Ein leiðin að leyfa þúfum að vera í friði.  Útbúa mætti litla hóla.

Það er ekkert yndislegra en að ganga út í náttúrunni og hlusta á fuglasöng.  Mófuglarnir í Fossvogsdalnum setja sterkan svip á svæðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kæri vinur, ég vil byrja á að óska mér sjálfri til hamingju með að eignast þig sem nýjan bloggvin .

Ég hvet þig til að koma þessari ábendingu áleiðis til yfirvalda í Kópavogi og Gísla Marteins umhverfiskarls í Reykjavík og ég skoða hvernig þetta er á mósvæðunum hjá okkur hér í Mosó. Ég er alveg sannfærð um að það hefur ekki verið hugsað út í þetta þegar hirðingaráætlunin var gerð fyrir svæðið...go. go go Marinó

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.6.2007 kl. 15:42

2 identicon

Ég tek undir með Herdísi, bara takk fyrir  

Það er gott að fá góðan bloggara í hópinn og ekki verra að það sé duglegur pabbi sem gerir eitt góðverk á dag, ef allir framkvæmdu eitt góðverk á dag þá væri heimurinn betri staður fyrir marga til að búa á.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 18:32

3 identicon

Marínó minn, nú verður þú að kenna mér að setja fullt nafn af viðkomandi bloggara við myndirnar af þeim, þetta lítur svo vel út hjá þér að ég verð að læra og gera eins. Er búin að reyna allt sem hægt er að reyna  

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband