Mr. Skallagrímsson

Skelltum okkur í leikhús upp í Borgarnes um helgina. Ferðin lá inn á Landnámssetrið til að sjá einleikinn Mr. Skallagrímsson. Þegar inn var komið, er gengið upp á söguloftið þar sem gestir sátu, að gömlum sið, undir súð.  

Inn gekk  Benedikt Erlingsson og hóf tilkomumikinn söguleik um Skallagrím Kveldúlfsson og hans fjölskyldu. Þvílík snilld. Gaman að hlusta á hann tengja saman nútímann, fornöld og virkja áhorfendur við leikverkið. Vissulega er farið frjálslega með efnið en það skemmir ekkert.  Hver veit svo sem hvernig þetta var nákæmlega.  Sögur voru oft ritaðar tvö- til þrjúhunduruð árum síðar eftir hvern atburð og oftast af munnmælum.    Smile

 Tilvalið að njóta kvöldsins með því að fá sér léttan málsverð á staðnum, áður en leiksýningin byrjar.

Mæli með þessari sýningu.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég skal trúa því að Benedikt hafi tekist vel upp með Skallagrím og allt hans hyski :)

Ég fór að sjá Brák um daginn. Brynhildur Guðjóns tekur það efni með meistaralegum töktum.

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2011 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband