Hjólaðu hjólaðu hjólaðu

Fyrirsögnin er svona vísun í texta Ómars Ragnarssonar sem ég hlustaði oft á þegar ég var krakki.

Þessa daganna hjóla ég á hverjum degi í vinnunna enda bíllinn ekki mjög hress þessa stundina. En það gerir ekkert til. Það er svo hressandi að hjóla.

Enda er ég búinn að koma mér upp hörku búnaði til að komast leiðar minnar; rafmagnshjól, hjólabuxur, hjólajakki, gott ljós sem er eins og blikkljós á lögreglubíl eða sterkt leitarljós. Smile já og auðvitað nagladekk. Fær í flestan snjó eða þannig. .... eða var það ekki þannig?

Svo er bara að passa sig á hinum fíflunum í umferðinni. Tounge   Ég skil ekkert í þessu, GetLost ég sé bílanna koma en þeir virðast engan áhuga hafa á mér og reyna bara að keyra mig niður ef ég voga mér inn á akvegi borgarinnar. Frown    En ég nota bara göngustíganna í staðinn.  LoL  Svo er bara spurningin hvað veturinn, sem kom í gær, hangir lengi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband