Er þetta gos á sama stað og sigketillinn sem fannst árið 1999?

Árið 1999 var frétt hérna á mbl.is um að sigketill hafi fundist á Fimmvörðuhálsi.

 

Sigketill finnst á Fimmvörðuhálsi

"Sigketill hefur fundist á Fimmvörðuhálsi en talið er líklegt að jarðhiti hafi myndast þar við umbrotin í Kötlu í sumar og að þau hafi náð yfir stærra svæði en í fyrstu var talið.Ketillinn er 200 til 300 metrar í þvermál og 10-20 metra djúpur. Hann er einum kílómetra vestan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls, sem liggur á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls, og norðan til í hálsinum. Kemur vatn undan honum og rennur í Hvanná og þaðan í Krossá. 

Enginn kannast við jarðhita þar og sigketillinn sést ekki á eldri loftmyndum, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands." Mbl.is 14.10.1999

Munið ekki eftir fréttum á sínum tíma af auðu blettunum sem sáust á Fimmvörðuhálsi þegar snjór lá yfir öllu?

Gaman væri að vita hvort eldgosið í dag sé á sama stað?


mbl.is Mældu færslu kvikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

þetta virðist vera á nákvæmlega sama stað já miðað við lýsingar.  Skrítið að enginn vísindamaður talar um þetta.  Kanski hafa þeir bara gullfiskaminni eins og kjósendur.

Óskar, 21.3.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já Óskar. Þetta er athyglisvert.

Marinó Már Marinósson, 21.3.2010 kl. 14:33

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Set inn slóð af síðu Óskars. Sá spáði fyrir um gosið 3 tímum áður en það hófst í gærkvöldi.

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=120489&st=150

Ég segi það sama; hvað hefði gerst ef gosið hefði byrjað undir jökli og enginn hefði orðið var við það og það um hánótt? Vil ekki hugsa það til enda.

Marinó Már Marinósson, 21.3.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband