Árinni kennir illur ræðari
8.3.2010 | 12:19
Núna keppast allir við að réttlæta sitt.
Núna á greinilega að túlka þennan sigur fólksins í landinu sem sigur stjórnarinnar og fóðra sig með því að þau hafi orðið að reyna að semja hratt til að ljúka málinu, alveg sama hver niðurstaðan yrði og þessar kosningar hafi ekki skipt neinu máli þar sem annað samkomulag liggi nánst fyrir.
En sem betur fer er lýðræði í landinu og það þurfti að klára þetta mál formlega eftir að forsetinn synjaði lögunum á sínum tíma og vísaði til þjóðarinnar.
Mér finnst að það þurfi að vanda sig í svona samningum og stóru mistökin hjá stjórninni hafi verið að láta ekki alla flokka koma að þessum samningum strax í febrúar 2009.
Þá hefði kannski legið fyrir samkomulag sem allir hefðu getað sætt sig við og verið sammála um.
Númer eitt að mynda samstöðu í landinu um þetta mál. Það sýnir sig að fáir vilja hjálpa okkur nema Færeyingar. Reyndar grunar mig að Noregur myndi einnig gera það á endanum enda er það eina þjóðin sem finnur til skyldleikans til okkar.
Svo er spurningin hvernig stjórnarliðum hafi liðið á laugardaginn, hafi þau setið heima eins og foringjarnir gerðu, vitandi að það er til fullt af fólki um allan heim og þá sérstaklega konur, sem öfunda okkur á að hafa kosningarétt og geta nýtt sér hann.
Hins vegar verða allir dauðfegnir því að þessu máli fari að ljúka og ríkisstjórnin fari að standa undir nafni og hjálpi fólkinu í landinu en hugsi ekki bara eins og það séu bara tvö mál á stefnuskrá.
Sigríður Ingibjörg: Samningsstaða Íslands hefur styrkst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.