BBC fattar þetta ekki enda hentar það ekki breskum né Jóhönnu og Steingrími

Held BBC skilji ekki þennan rétt sem við höfum til að kjósa enda hentar það ekki breskum né Jóhönnu og Steingrími að þessi kosning fari fram.

Fyrir mér er þetta kristaltært.

Hvað ef þessi lög verða samþykkt?   Þá þurfum við og börnin okkar að borga eins og lögin voru samþykkt á þinginu fyrir jól.  Það má alls ekki gerast.    Við höfum ekki getu til né efni á að borga eins og skilyrðin voru sett upp. 

Það verður að fella þessi lög og segja Nei!

BBC-menn virðast ekki skilja þetta frekar en Steingrímur J og Jóhanna forsætisráðherra. 


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erum að kjósa um úreltan saming, þannig niðurstaðan úr þessari kosningu skiptir gjörsamlega engu máli um framhaldið.

Stendur í greininni "„Allir hér viðurkenna, að samningurinn, sem þeir eru beðnir um að kjósa um, hafi í raun og verið verið settur til hliðar í viðræðum milli Íslendinga Breta og Hollendinga undanfarna tvo mánuði og annar betri sé í boði"

Annar betri í boði, þannig hver mundi kjósa Já?

Sem leiðir að tilgangslausum kosningum.  Þannig segðu mér, hvað er það sem BBC fattar ekki?

Tryggvi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 16:34

2 identicon

Nú er kosið um hve margir fávitar eru raunverulega á Íslandi. Hve marga er hægt að teyma á asnaeyrunum á kjörstað til að kjósa um ekki neitt. Góð kjörsókn er góð auglýsing á heimsku Íslensku þjóðarinnar.

Næst verður þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort eigi að vera miðvikudagur í síðustu viku, já eða nei. Og það verður túlkað sem mótmæli við umferðaljósum á Miklubraut eða flutningi flugvallarins.

sigkja (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 17:14

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þessi samningur var samþykkur á sínum tíma og er ekki úreltur fyrr en búið er að fella hann. Sem vonandi verður gert í dag.

Marinó Már Marinósson, 6.3.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband