Skondin frétt en samt alvara á ferð

"Aska hefur fundist í hreyflum tveggja þota Ryanair flugfélagsins á flugvellinum í Belfast á Norður-Írlandi. Var fjórum flugferðum Ryanair til Englands aflýst í gær. Í fyrstu gaf flugfélagið þá skýringu að ótengdar bilanir hefðu komið upp í vélunum tveimur".

 

Þetta er nú hálf fyndið.    Halda Ryanair-menn að þeirra vélar séu ónæmar fyrir ösku?   Kannski eru þeir fúlir yfir því að geta ekki nýtt vélarnar undir farþega úr því að þær þyngjast af völdum ösku frá Íslandi?  Kannski má ekki nefna ösku hjá félaginu, gæti fælt farþega frá?

Var ekki einhvern tíma frétt um að þetta félag hefði viljað fá flugvélar afgreiddar klósettlausar frá Boeing?  

Ekki vil ég fljúga með félagi þar sem sætanýting er tekin fram yfir öryggismál.   Woundering


mbl.is Aska fannst í hreyflum þota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband