Í sól og blíðu austur í Vík
22.6.2009 | 20:41
Skrapp austur í Vík í Mýrdal í dag.
Mikið var nú gaman að komast aðeins út fyrir borgarmörkin. Datt í þessa brakandi blíðu. Enda naut ég þess í botn. Samt gekk á með rigningu á leið minni um sunnlenska grund, aðallega hér og þar (t.d. í sólarhreppnum svokallaða).
En umferðin var ótrúlega mikil. Greinilegt að ferðatíminn er byrjaður. Ótrúlegt hvað margir asnar eru í umferðinni (afsakið orðbragðið). Þeir halda að Rallý sé leyfilegt á íslenskum þjóðvegum.
En sem betur fer slapp þetta allt í dag.
Flókið mál eða þannig
22.6.2009 | 20:11
Kópavogur. Þar sem hlutirnir gerast.
Smá vangaveltur
Framsóknarmenn munu ekki leggja til bæjarstjóraefni, verði samstarfi haldið áfram við Sjálfstæðisflokkinn. Ráðning utanaðkomandi aðila til að taka að sér verkefni bæjarstjóra kemur heldur ekki til greina.
Það er greinilega ekki mikill metnaður hjá Framsókn. Einu sinni þótti gott að komast í stjórastólinn.
Virkar eins og Framsókn vilji endilega að Sjálfstæðismenn sitji í stóra stólnum.
Hvað ætli fjórði flokkurinn geri í kvöld?
![]() |
Þrír flokkar funda í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig verður sumarið veðurfarslega?
22.6.2009 | 00:13
Það er alltaf vinsælt að spá í veðrið. Verður sumarið gott? Mun rigna mikið eða verður þurrt? Af hverju erum við alltaf jafn hissa þegar rignir? Við búum jú á Íslandi og þar sem allra veðra er von.
Því segi ég: Um að gera að reyna að njóta sumarsins og þeirra fáu daga sem sólin skín. Líka þegar rignir. Bara klæða sig betur.
Sumarið varir jú bara í raun í tæpa tvo mánuði. Meðalhitinn nær varla tveggja stafa tölu í júlí hvort sem er.