Færsluflokkur: Löggæsla

Ók framúr flugvélinni

Ökumaður bifreiðar sem ók glannalega eftir þjóðveginum nálægt Grundartanga í gær er grunaður um að hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna. Lögreglumenn á eftirlitsflugi urðu bílsins varir, vélinni var flogið á 90-100 km hraða en auka þurfti hraðann til þess að hafa við bifreiðinni.

Maður veltir því fyrir sér hvort flugvélin hafi ekki verið við að við það að falla til jarðar, þar sem hún var á svo litlum hraða (90-100 km hraða)?  Hélt að þessi vél færi ekki mikið niður fyrir 103 km í hraða með fullum flöpsum?  Whistling     

 

En eins gott að þeir náðu kauða áður en hann yrði valdur að slysi.

Nú er aðalferðatíminn hafinn og mikil umferð á þjóðvegum landsins og gott til þess að vita að lögreglan fylgist vel með.   Police     


mbl.is Ók framúr flugvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband