Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Pæling í lok febrúar

Já ég er hérna ennþá. cool 

Jæja nú fer að styttast í vorkomuna enda held ég að að sé bara í fínu lagi.   Veturinn hefur verið hálf leiðinlegur.   Sveiflur í veðurfarinu hafa verið með eindæmum.  Samt hafa höfuðborgarbúar sloppið vel hvað varðar mjög mikla ófærð. 

Hellisheiðin hefur verið óvenjulega oft lokuð í vetur en ég held að skýringin á því, að hluta, sé vegna þess að vegurinn yfir heiðina er nánast ekkert upphækkaður.   Það liggur við að segja að hann sé niðurgrafinn á köflum.   Enda má aldrei blása, þá er heiðin nánast lokuð um leið. 

Hækka veginn um 1-2 metra sem fyrst.    cool 

 

Hin ástæðan fyrir væntingum fyrir góðu vori er sú að nú ætla ég í víking á bítlaslóðir í fyrsta sinn.   Erindið er að sjá æskustöðvar þeirra félaga í Liverpool.   Fyrir bítlaáhugamann eins og mig verður þetta mikil upplifun og kannski tilefni til skrifa um þá hérna á þessu ágæta bloggi sem ég hef verið alltof latur að nota.  Bítlaferð til London bíður betri tíma.    foot-in-mouth

 


Grænafell Reyðarfirði

Grænafellid

Þá er það smá myndlist.   Wink

Grænafell   Vatnslitamynd sem ég málaði sl. vor.   


Myndlist

Hérna eru tvær vatnslitamyndir sem ég málaði á síðasta ári.

 

 

Vatnslitamynd MMM

 

 

 

 

 

mynd2

 


"Gærdagurinn - Morgundagurinn - í dag"

Svona í tilefni þess að nýr dagur reis að morgni dags án stóráfalla.  Smile  

 

"Gærdagurinn - Morgundagurinn - í dag"

Það eru tveir dagar í hverri viku sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af.

Tveir dagar sem ættu að vera lausir við ótta og kvíða.

Annar er gærdagurinn…

með sínum mistökum og áhyggjum,

göllum og glappaskotum,

sínum sársauka og kvölum.

 

Gærdagurinn er að eilífu liðinn og kominn úr okkar höndum.

Allir peningar heimsins geta ekki gefið okkur gærdaginn aftur.

 

Við getum ekki tekið til baka það sem við gerðum í gær,

né getum við þurrkað út eitt einasta orð sem við sögðum…

Gærdagurinn er liðinn!

 

Hinn dagurinn sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af er morgundagurinn,

með sínu ómögulega andstreymi,

áhyggjum, sínum vongóðu fyrirheitum og lélegu framkvæmd.

 

Morgundagurinn er utan okkar seilingar.

Sól morgundagsins mun rísa annaðhvort í heiðskýru eða bak við skýjabakka,

en hún mun rísa.

Og þegar hún gerir það,

eigum við ekkert undir deginum,

því hann er enn ófæddur.

 

Því er aðeins einn dagur eftir "í dag".

Allir geta barist í orrustum eins dags.

 

Það er aðeins þegar við bætum við áhyggjum gærdagsins

og morgundagsins sem við brotnum saman.

 

Það er ekki upplifun dagsins í dag sem skapraunar fólki

það er söknuðurinn eftir einhverju sem gerðist í gær

og kvíðinn yfir því hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

 

Lifum því fyrir einn dag í einu.

-Höfundur ókunnur-

 


Fer ekki bráðum að rigna ærlega?

Ég held að það sem af er þessu sumri sé einstakt hvað varðar veðurfar.   Kannski er þetta það sem koma skal en jörðin er orðin ansi þurr.    Nú væri gott að fá góða dembu.  Ef ég væri gras þá væri ég sko orðin þyrstur.  :)  

Gat nú verið

Við erum snillingar að búa til regluverk.   Smile

Þegar bensínið hækkaði um daginn, þá nefndi einhver ráðherra að betra væri að hvetja landann að kaupa vistvæna bíla en að lækka bensíngjaldið. Hvað eiga þeir að gera sem sitja uppi með óseljanlega bíla? Ekki kaupa þeir vistvæna bíla á meðan?

 Af hverju ætli salan á rafmagnsvespum og rafmagnshjólum sé svona mikil eins og hún er í dag?   Jú, mjög margir eru að leita að rauhæfum kosti til að komast á milli staða. Svo hafa þessar vespur leyst af "skutlferðir" foreldra í mörgum tilfellum.  Hvað er að því þó svo að krakkagreyin noti þessar skutlur á göngustígum.   Ekki er nú hraðinn mikill á þeim.

Sjálfur á ég rafmagnshjól og finnst það meiriháttar valkostur.   Frábært að hafa val um hvort ég nota fótstigið eða láta rafmangið bera mig áfram ef þannig ber við.  

En ekki vildi ég eiga rafmagnsvespu í dag  ef ætlunin er að skrá þær í skráningarflokkinn með skellinöðrum.    Þær ná aldrei sama hraða og skellinöðrur og eiga ekkert erindi út á götur.

Ef þessi reglugerð fer í gegn, þá er verið að jarða þessar vespur og um leið að hækka verð á þeim og um leið á rafhjólum. Þetta er bara dulbúin gjaldtaka.

Ekkert að því að takmarka "eitthvað" aldur á þær, t.d. að fermingaaldur sé viðmið. 

Oft hef ég velt því fyrir mér hví fullorðnir séu ekki líka skyldugir til að nota reiðhjólahjálm. Geta ekki fullorðnir líka slasast, á höfði? Af hverju var þá ekki gengið alla leið varðandi hjálmanotkun á sínum tíma? Woundering 

Sumar reglur er bara fyndnar. Tökum dæmi um byssueign.    Ef þú átt fjórar byssur, þá verður þú að eiga læstan "byssuskáp" en ef þú átt þrjár byssur þá er í lagi að sleppa skápnum.   Ég spyr: er hættulegra að eiga fjórir byssur en þrjár?  Smile

Nú á að láta veiðimenn, sem sem eru svo heppnir að vera dregnir út til að veiða hreindýr, að taka próf til að sjá hvort þeir hitti í skotmark.  Ég segi til hvers er verið að gefa út byssuleyfi til að nota byssur ef viðkomandi er ekki hæfur til að nota þær? Eru ekki veiðivörður með í för sem eiga að grípa inn í ef dýrið særist. Mætti þá ekki spara veiðiverðina.   Smile 

Það er ekki öll vitleysan eins.    


mbl.is Herða reglur um nýju fararskjótana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forrit í símann sem mælir vegalengd í næsta bíl

Hér er linkur fyrir tækjadellufólk. :) Er þetta ekki málið?

Þetta er forrit í Android síma sem mælir vegalengd í næsta bíl og varar við.

http://blogs.insideline.com/straightline/2011/06/automotive-app-of-the-week-ionroad-for-android.html
Veit ekki hvort þetta virkar hér á landi en skellti þessu samt inn.

Auðvitað virkar alltaf best að aka varlega.


mbl.is Bil á milli bíla sé hæfilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft talað um WOW um World of Warcraft leikinn

Í daglegu tali er leikurinn hasaleikurinn World of Warcraft oftast nefndur WOW.    Cool        

En það er kannski munur á Warcraft og Aircraft.   Wink


mbl.is Félagið heitir WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skordýr

Já haldið að það sé.. Ætli tollayfirvöld viti af þessum nýju gestum?

Í raun arfavitlaust að flytja mold til landsins.   Er ekki til nóg af henni hér?  


mbl.is Fiðrildalirfur, þúsundfætlur og garðaklaufhali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já hérna

Ekki gott mál.   Vont fyrir Norðurland.   Þarna fóru minnst 1000 störf og dágóður gjaldeyrir í hafið.   


mbl.is Alcoa hættir við Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband