Færsluflokkur: Tónlist
Indie tónlist
30.8.2008 | 19:48
Fyrir þá sem vilja hlusta á öðruvísi tónlist en hljómar í útvarpinu dags daglega.
Ég hlusta mikið á þessa svokölluðu Indie tónlist þessa daganna.
Ýtið á Listen now til að ræsa spilarann. Góða skemmtu.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sarah McLachlan
29.8.2008 | 19:24
Tilvalið að setja inn fallegt lag á rigningardegi sem þessum, föstudaginn 29. águst.
Sarah McLachlan - Angel
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Julian Lennon
21.7.2008 | 00:03
Fyrir grjótharða Bítla- aðdáendur. Var að skoða gömul myndbönd á YouTube og rakst á þetta viðtal við Julian Lennon. Þetta er mjög einlægt viðtal og kemur margt í ljós sem ekki hefur verið mikið talað um, svo sem skapofsa í pabba hans. Þeir sem hafa áhuga að lesa aðra sýn á sögu Bítlanna, þá bendi ég á bókina "John" eftir Cynthiu Lennon, fyrri konu Johns og móðir Julians, en sú bók styður margt sem kemur fram í þessu myndbandi.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
John Lennon, Eric Clapton, Keith Richards
7.4.2008 | 18:54
Draumabandið sem spilaði bara eitt lag saman, "Yer Blues".
Tekið sennilega upp 11. desember 1968 fyrir the Rolling Stones Rock n Roll Circus?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Neil Aspinall rótari og vinur Bítlanna látinn
24.3.2008 | 17:04
Einn af þeim sem komu hvað mest við sögu hjá Bítlunnum, Neil Aspinall, er látinn. Eins og kemur fram á mbl.is þá var Neil ein aðal gæinn sem hélt Bítlunum saman og einn af þeim fáu sem reyndist vinur þeirra allra sem og auðvitað George Martin og Malcolm 'Mal' Evans (f. 27. maí, 1935 - d. 5. jan. 1976) sem var aðal framkvæmdastjórinn, rótari, lífvörður og vinur þeirra og fylgdi þeim allan ferilinn.
Neil var í sama bekk og Paul McCartney þegar þeir voru 12 ára en það var George sem kom honum að sem starfsmanni (fyrst sem bílstjóri). Neil ætlaði að hætta að vinna með sveitinni þegar Pete Best (trommari) var rekinn úr henni af Brian Epstein og Ringo var ráðinn í staðinn. Ég las einhversstaðar að Pete Best hefði hvatt Neil til að vera áfram með Bítlunum en Neil var mjög ósáttur við þetta. Þess má geta að Neil eignaðist barn með Monu Best, systur Pete. Lítill heimur.
Neil Aspinall látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 30.3.2008 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band tónleikarnir
23.3.2008 | 23:55
Fór með krökkunum á Bítlatónleikanna "Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band" í Háskólabíó á laugardaginn. Þetta var fín skemmtun þó hljómgæðin hafi ekki verið nógu góð. Enda alltaf erfitt að stilla saman poppurum, með sínum hávaða og fiðlum, með sínum fínu tónum. Við vorum svo heppin að sitja fremst, vinstra megin í salnum og sátum því nær strengjasveitinni og heyrðum alltaf í henni en ég er ekki viss um að þeir sem sátu hægra megin hafi heyrt eins vel í fiðluleikurunum.
Ætla svo sem ekkert að gera upp á milli söngvaranna sem stóðu sig vel en voru sumir hverjir lengi í gang. En verð þó að taka fram að það var hrein unun að hlusta á KK og sinfóníuna (Melabandið) taka lagið She's Leaving Home. Ekki oft sem maður heyrir þetta lag flutt á tónleikum og hvað þá með heila sinfóníuhljómsveit við undirleik. Svo má ekki gleyma trompettleiknum í Penny Lane en ég man því miður ekki hvað hljóðfæraleikarinn heitir sem lék en ég get svo svarið það: Hann tók laglínuna nákvæmlega eins og var gert á plötunni.
Sem sagt, frábær skemmtun.
Læt fylgja með umrædd lög sem ég fann á YouTube
Tónlist | Breytt 25.3.2008 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
I Want You síðasta lag Bítlanna!
8.2.2008 | 18:37
Sumir halda að Let it Be sé síðasta platan sem Bítlarnir hljóðrituðu en það er ekki svo. Það var Abbey Road sem var síðust en hún var hljóðrituð sumarið 1969. Lögin á Let it Be plötunni höfðu verið tekin upp á undan.
Eftir því sem ég hef lesið mér til þá spiluðu þeir fjórir saman í síðasta sinn í upptökusal 20. ágúst það sumar, þegar þeir tóku upp lagið "I Want You (She's So Heavy) sem er á Abbey Road plötunni.
En síðasta nýja lagið sem kom út, var lagið "I Me Mine" eftir Harrison en það var tekið upp af þeim George, Paul og Ringo þann 3. janúar 1970 og sett á Let it Beplötuna. John Lennon var ekki með á þessu lagi þar sem hann var staddur í Danmörku á sama tíma.
En eins og fyrr segir þá kom Let it Be ekki út fyrr en nokkrum mánuðum á eftir Abbey Road. Flókið?
"I me Mine" var því sett á Le it Be plötuna. Það hefur væntanlega ekki verið búið að fjöldaframleiða lögin (þrykkja á vinyl (CD í dag).
John hafði í raun hætt með hljómsveitinni 20. september 1969 en samþykkt að láta ekki vita að hljómsveitin væri í raun hætt fyrr en búið væri að ganga frá ýmsum málum.
Það var svo Paul sem stal senunni af Lennon þegar hann tilkynnti nokkru seinna að sveitin væri hætt störfum.
Sem sagt; síðasta lagið: "I Want You (She's So Heavy) sem fullskipuð hljómsveit. "I Me Mine" án Johns.
Með fyrirvara um villur.
Tónlist | Breytt 9.2.2008 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Á söguslóðum Bítlanna II
7.2.2008 | 23:46
Langar þig ekki að skoða þá staði þar sem Bítlarnir héltu til í London hér áður fyrr? Er ekki hægt nú þegar að fara í pílagrímsför í miðbæ Reykjavíkur til að sjá hvar Björk hélt til áður en hún varð fræg?
Til dæmis var upphafsatriðið í Can't Buy Me Love í myndinni A Hard Day's Night tekið í Hammersmith Odeon (Hammersmith Apollo), London.
Fann þessa slóð http://www.beatlesmapped.com/london.php þar sem hægt er að smella á merkta staði á kortinu þar sem Bítlarnir koma við sögu í London. Veljið svo Show All Locations til að sjá alla merkta staði.
Primrose Hill, London Þar sem myndbandið við lagið The Fool on the Hill var tekið árið 1967.
Tónlist | Breytt 9.2.2008 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á söguslóðum Bítlanna í London
7.2.2008 | 01:03
Nú verður maður að ljóstra upp smá leyndarmáli. Hef aldrei komið til Englands. En það breytir því ekki að ég hef reynt að lesa sem mest um allt sem tilheyrir Bítlunum, eins þið hafið kannski orðið vör við sem lesið bloggið.
Netið getur verið frábært tæki til að fræðast um það sem maður hefur áhuga á. Ligg oft yfir þessu sem og myndlist.
Hér er smá upplýsingar fyrir ykkur sem viljið fara á bítlaslóðir í London.
Byrja á þeim tíma þegar hljómsveitin var að hætta. Þegar Bítlarnir spiluðu í síðasta sinn saman opinberlega þá komu þeir saman uppá þakinu á Apple fyrirtækinu við 3 Savile Row (map) í janúar 1969.
Eins og ég segi þá var þetta í síðasta sinn sem þeir héldu tónleika þó svo að leyfi fyrir tónleikunum hafi ekki verið til staðar. Þetta óvænta útspil þeirra var í tengslum við heimildarmyndina Let It Be.
Ég hefði alveg viljað vera þarna á þessum tíma.
Í upphafi bíómyndarinnar "A Hard Day's Night" er hægt að sjá strákanna hlaupa á undan stelpunum niður Boston Place (map) og inn á Marylebone Station. sjá mynd hér hægra megin.
Svo er það auðvitað Abbey Road platan sem kennd er við samnefnda götu og þar sem EMI's Abbey Road hljóðverið er.
Ef þið eigið leið þarna um þá er um að gera að standa fyrir framan vefmyndavélina sem er staðsett við gangbrautina og hringja heim svo allir geti séð ykkur á þessum sögufrægu slóðum.
Hér er slóðin á vefmyndavélina við Abbey Road. http://www.abbeyroad.com/virtual_visit/webcam
Linkur á heimasiðu um bítlaferðir í London. http://www.beatlesinlondon.com/
Kannski kemur meira síðar?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Julian Lennon
6.2.2008 | 01:48
Var að flækjast um á netinu í kvöld og var að skoða myndbönd með Bítlunum. Hvað annað.
Þar fann ég ný lög sem Julian eldri sons Johns heitins Lennons er að klára þessa daganna. En hann hætti fyrir einum 10 árum síðan að koma fram sem tónlistarmaður.
Þó vissi ég að hann hafði sungið inn á bítlalagið When I'm Sixty-Four árið 2002.
En viti menn. Julian er að klára nýjan disk, ef hann er ekki nú þegar komin út.
Hér er linkur þar getið þið hlustað á nokkur demo. Flott lög.
http://collect.myspace.com/music/popup.cfm?num=0&time=undefined&fid=48906808&uid=1&t=mJil/EQ5ohnr/IB73T7xzuF7umHLEMbq0JJg8qyy/7cxi3h8/fTdeqPI4JZQ94E LuktwE35uXv0d3YuMTp4yQ==d=NDg5MDY4MDheMTIwMjIyODA3OQ==
(Afsakið stafaruglið. Fyrsta lagið er stundum lengi að koma inn.)
Það er erfitt að vera sífellt í skugganum á frægum foreldrum. Julian er með frekar svipaða rödd og karl faðir hans hafði á fyrstu árum bítlanna. Mér skilst að hann hafi búið undanfarið á norðanverðri Ítalíu ásamt konu sinni og lifað þar látlausu lifi.
En hvað um það. Þetta er flott og hugljúf tónlist.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)