Færsluflokkur: Bloggar
Oft talað um WOW um World of Warcraft leikinn
27.10.2011 | 14:16
Í daglegu tali er leikurinn hasaleikurinn World of Warcraft oftast nefndur WOW.
En það er kannski munur á Warcraft og Aircraft.
Félagið heitir WOW | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábærir góðgerðartónleikar hjá Jethro Tull
13.9.2009 | 17:56
Skellti mér á góðgerðartónleika í gærkvöldi hjá Jethro Tull í Háskólabíó. Allur ágóði af tónleikunum og aukatónleikum rann til fjölskyldna Vildarbarna og Fjölskylduhjálpar Íslands.
Ég var mjög spenntur fyrir þessum tónleikum og það má svo sannarlega segja að þeir hafi ekki valdið mér vonbrigðum. Þeir byrjuðu með því að Andersson sjálfur kom fram og kynnti Ragnheiði Gröndal og hljómsveit. Það var bara forsmekkurinn af því sem koma skildi. Frábær söngkona Ragnheiður.
Síðan kom sjálfur Ian Andresson ásamt hljómsveit og skemmti áhorfendum í tvo tíma. Það sem kallinn er hress. Hann hljóp um sviðið eins og unglingur og blés ekki úr nös og bara rétt sextíu og tveggja. Að vísu var hann ekki í ballettbuxunum en svartar gallabuxur dugðu. hehe. En hann er ótrúlega flottur spilari, bæði á gítar og flautuna. Það er hreint unun að sjá þessa fullkomnu blöndu spilamennsku, gleði og sviðsframkomu. Röddin er enn í fínu lagi þó svo að hann nái kannski ekki efstu tónum en hann lagði alltaf lagið svo það hentaði honum og fyrir áhorfendur var þetta bara augnakonfekt þar sem hann tyllti sér á tær og lyfti sér upp í efstu tónunum.
Ian er klókur tónlistarmaður sem heldur sér á jörðinni. Er vel að sér í málum þar sem hann kemur. Hann sagðist hafa kynnt sér íslenska tónlist og finnst margt í gangi hér. Einhversstaðar las ég að honum þóknaðist betur það sem stelpurnar væru að gera í tónlistinni en strákarnir. Held reyndar að það sé mikið til í því. Hvað um það en hann valdi að bjóða þremur stelpum að spila með sér. Ragnheiður Gröndal hitaði upp. Síðan kom ungur fiðluleikari Unnur Birna, fram með félögum og lék í nokkrum lögum þeirra. Dísa söng tvö frumsamin lög og annað í félagi við Andrersson. Meiriháttar flott.
Ég fann á netinu að gítarleikarinn, Florian Opahle , sem er þýskur, sé að leysa Martin Barre af vegna veikinda. Þessi ungi gítarleikari var ótrúlega góður. Allt sólóið hrikalega smart. Þeir Florian og Ian eru búnir að vinna saman síðan 2003. Sama má segja um hina í bandinu; Dave Goodier bassaleikari ( búinn að spila með Ian síðan 2002), John O Hara, hljómborðsleikari (byrjaði að spila með Ian 2003) en ég fann ekkert um Mark Mondesir sem er gestatrommari í bandinu. Allir spiluðu þeir óaðfinnanlega.
Þessir tónleikar voru að mínu viti skemmtilegir og persónulegir. Runnu af stað rólega og alltaf gaman að hlusta á Andersson spjalla inn á milli laga og gera grín af sér og félögum sínum í léttum dúr. Ég er ekki viss um að allir sem voru í salnum hafi áttað sig á hvílík goðsögn þarna var að spila en börnunum mínum þótti þessir tónleikar skemmtilegir.
Ef ég ætti að setja út á eitthvað þá er það helst að Háskólabíó verður seint talið til tónlistarhúsa. Einn ókosturinn er að það er ekki pláss fyrir hljóðmeistarann út í sal og hann varð því að vera til hliðar á sviðinu. Fyrir vikið heyrir hann ekki tónlistina eins og áhorfendur. Mér fannst heyrast of mikið í bassatrommunni en of lítið í bassaleikaranum. Ég var búinn að hlakka til að hlusta á hann því bassaspilið í flestum Jethro Tull lögum er djassaður og frekar flókinn.
En þessir tónleikar voru hreint út sagt frábærir og góð skemmtun.
Næst vil ég sjá Ian Andersson með Sinfóníusveit Íslands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pása
23.6.2009 | 22:08
Já þá er komið að pásu hér á blogginu. Ekki það að bloggið hafi þvælst mikið fyrir mér en held að það sé fínt að stoppa núna og koma frekar endurnærður inn aftur seinna. Lofa auðvitað engu hvort það verði í næstu viku eða næsta haust? Þar fyrir utan held ég að það verði engin sorg þó einu bullinu fækki. LOL
Svo er miklu skemmtilegra að skrifa um eitthvað jákvætt og skemmtilegra en kreppuna.
Annað: Hlustaði á Jónas R á Rás 1 áðan og ótrúlegt hvað sá maður hefur góð áhrif á mann. Hann hefur svo róandi áhrif og grípandi um leið, bara með því að segja frá þar sem hann er staddur þá stundina. Hann nær ótrúlega vel til hlustenda og er ég nú ekki mjög góður hlustandi. Þannig að ég mæli með Rás 1 í sumar.
Over and Out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggheimur yfir strikið?
25.1.2009 | 14:57
Þessa daganna hefur mér fundist fólk fara hamförum á blogginu og sumir hverjir eru virkilega dónalegir. Furðulegt að sjá fullorðið fólk í siðmenntuðu þjóðfélagi detta niður á það plan sem jaðrar við að sé villimennska.
Mér finnst þetta sérstaklega áberandi hjá þeim sem koma inn í bloggið sem gestir og þora ekki að gera grein fyrir sér. Þeir eru ónærgætnir í orðavali og oft verulega dónalegir. Halda að þeir komist upp með að svívirða allt og alla, bara af því að þeir eru ekki með bloggsíðu.
Vil bara segja: Bloggsíðan mín er ekki vettvangur til að skrifa óhróður og skítkast út í allt og alla.
Menn mega vera ósammála mér í skoðunum en það verður að gæta þess hvað menn láta út úr sér. Sjálfur á ég börn og er sífellt að brýna fyrir þeim að orð geta skaðað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagbókin segir
4.12.2008 | 14:06
Dagbókin segir í dag:
Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt
viðkomandi líki ekki við þig.
Ef þér finnst heimurinn hafa snúist gegn þér, líttu þá tilbaka
Mundu alltaf eftir hrósinu sem þú færð. Það kostar ekkert að gefa hrós.
Mohandas K. Gandhi:
Forgiveness is choosing to love. It is the first skill of self-giving love.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Veljum íslenskt
15.10.2008 | 14:49
Hafi einhvern tíma verið nauðsynlegt að velja íslenskt, þá á það svo sannarlega við í dag. Ég hvet alla sem lesa þetta blogg að velja nær eingöngu íslenskar vörur, hvort sem þær eru af náttúru hendi eða unnar vörur. Allt skiptir máli ef það er hægt að velja á milli. Veljum íslenskt grænmeti, mjólkurvörur ofl. Þannig hjálpum við hvort öðru upp úr þessum öldudal. Verum meira saman og sinnum börnunum. Svo kostar ekkert að brosa.
Meira hvað maður er hátíðlegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þetta er nú meira!!!!
11.10.2008 | 20:33
Maður má ekki bregða sér af bæ og þá er allt komið í kalda kol í efnahagsmálum.
Svo missti ég líka af snjókomunni í síðustu viku. Var að skoða myndir hjá prinsessunni og sá að það hafði snjóað.
Verum sterk og hugsum jákvætt til allra. Þetta kemur allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ástæðan fyrir bloggleti mínu
28.9.2008 | 23:22
Sko kæru bloggvinir.
Það er ekki svo að ég sé neitt að fara langt eða þannig en ástæðan fyrir pásunni minni, fyrir þau sem ekki vita, er sú að ég þarf að fara í smá aðgerð og verð frá í smá tíma á meðan. Hjartað að mótmæla eðlilegum gangi. Kannski kem ég endurnærður fyrr en mig og ykkur grunar en held að það sé bara gott að taka smá pásu á meðan.
Alltaf gaman að skrifa eitthvað hér en ég ætla að einsetja mér að skrifa meira sjálfur og hætta að commeta á fréttir á mbl.is. Enda skiptir það ekki öllu þó maður röfli um fréttir. Þó svo að ég hafi verið valinn nokkrum sinnum í Moggann fyrir snilldar skrif.
Næst verður þetta meira á persónulegu nótum og eitthvað nógu jákvætt og nógu kjánalegt um mig og allt sem drífur á mína daga. Það er ekki hægt að hætta að blogga en samt er það gott að taka góða pásu. Ég eignaðist meira segja nýjan vin í dag hér á blogginu. En hvað um það, hafið það gott á meðan. Kem öflugur til baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þá er það helgin
26.9.2008 | 17:48
Jæja, nú er helgin að renna í hlað með sinni yndislegri rigningu en rokið er hundleiðinlegt.
Af persónulegum ástæðum ætla ég gera hlé á blogginu eftir helgi og koma frekar endurnýjaður til baka seinna, ef GUÐ lofar, eins og gamla fólkið segir stundum.
Ég er búin að hóta mér svo oft að hætta þessu bloggi en þetta er eitthvað svo ávanabindandi að maður verður bara að hundskast í afbloggun.
Hafið það gott yfir helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er þetta ekki eftir bókinni?
18.9.2008 | 16:44
"Kjararáð ákvað í lok ágúst að hækka laun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og héraðsdómara um 20.300 kr."
Nú finnst mér að þetta ætti að snúast við. Það ætti að ákveða þessi laun fyrst og svo ætti að taka mið af þeim í samningaviðræðum launþega. Þá yrði alla veganna Ingibjörg Sólrún ánægð fyrir hönd kvenna.
Laun æðstu embættismanna hækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)