Spól og hraði

Ég er búin að skrifa nokkru sinnum um umferðamenningu hér á blogginu.   já já Mér var reyndar sagt um daginn að hætta þessu nöldri enda ekkert betri en hinir.  Smile

Jæja. Um daginn þegar snjóaði á höfuðborgarsvæðinu.  Þar sem ég og börnin búa er þessi fína brekka (sem liggur upp með blokkinni:)  nei bara grín) Þessi brekka reynir oft á kunnáttu ökumanna.   Alltaf þarf að vera hálka í henni ef snjóar eða frystir.   Þegar snjóaði um daginn þá sat Einar Guðjón út í glugga og skemmti sér alveg  konunglega yfir aðförum sumra ökumanna í brekkunni. Grin Hann var viss um að einn gæinn sem var að rembast við brekkuna í ca. hálftíma,  væri komin í 4 gír og örugglega á 100 km miðað við hraðamæli. Óhljóðin og lætin í bílnum voru rosaleg. Devil   Enda spurði Einar mig hvað myndi gerast ef bíllinn kæmist skyndilega inná autt svæði?  Hvort hann tæki bara ekki stökk?  Grin    Ég sagðist halda það eða þá að drifbúnaðurinn myndi brotna.  Smile  

Hafi gæinn verið á nýjum sumardekkjum þá held ég að hann hafi klárað munstrið þarna í brekkunni.   En þessu hafði Einar húmor fyrir og sagðist ekki geta beðið eftir næsta snjó.   Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband