Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hlaupársdagur

Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver,
einn til hinir kjósa sér.
Febrúar tvenna fjórtán ber
frekar einn þá hlaupár er.

Afi minn, Einar Guðmundsson frá Skáleyjum í Breiðafirði, átti afmæli á þessum degi, en hann var fæddur 29. febrúar árið 1888.   

Það er fín grein hjá bloggvini mínum honum Ágústi H. Bjarnasyni um þennan merkilega dag.

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/

Einnig fann ég aðra síðu um þennan dag:

http://skorungurinn.blogspot.com/2008/02/hlauprsdagur.html


Slappir samningar

Ef þið viljið sjá aðra sýn á nýju samninganna sem nýbúið er að semja um þá leyfi ég mér að benda á bloggið hjá Ólafi H Einarssyni:     http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/

Þarna getið þið séð hvernig nýju samningarnir koma út fyrir láglaunafólk og hvað endar hjá "Skattmann".  


Veraldleg gæði umfram allt eða hvað?

Heyrði um daginn góða sögu af háöldruðum hjónum sem höfðu gaman að ferðast um á bílnum sínum þó aldurinn væri farin að færast yfir þau.    Gamli maðurinn var ennþá með bílpróf og hafði mjög gaman að keyra. Hann vildi endilega drífa sig í, að endurnýja bílinn sem þau áttu.  Gamla konan skildi nú ekkert í þessari vitleysu í honum; að láta sér detta í hug að fara að eyða peningum í svona bruðl og þau komin nánast á grafarbakkann.  Sá gamli hélt nú ekki.  "Við skiljum bílinn bara eftir."

-------------------------------------------

Svo var það sölumaðurinn í landbúnaðardeildinni sem hafði frétt af háöldruðum bónda út á landi sem var sagður moldríkur. Sölumanninum hafði verið bent á, af sveitunga bóndans, að sá gamli myndi örugglega kaupa af sölumanninum landbúnaðartæki.   Sölumaðurinn ákafi, dreif sig í að hringja í bóndann og vildi endilega selja honum skítadreifara enda hefði hann frétt að bóndinn væri ríkur og sagði honum að það væri sko ekkert vit í að taka með sér alla þessa peninga sem hann ætti ofan í gröfina.  Því væri tilvalið fyrir hann að láta drauminn rætast og kaupa nýjustu gerð af svona tæki,  sá gamli var nú ekki á því að láta selja sér skítadreifara.

"Nei ég held að það sé ekkert auðveldara að taka með sér skítadreifara í gröfina".   

-------------------------------------------

Það sem gefur þessum sögum gildi er, að þær eru sannar og menn kunna sko að svara fyrir sig á spaugilegan hátt.


Flugstjórnarklefinn og kaffiveitingar

Flaug austur á land fyrir helgi vegna vinnunnar og kom til baka í gærkvöld, sem er svo sem ekki frásögu færandi en þar sem ég er mikill áhugamaður um flug eins og sumir vinir mínir vita, þá datt mér í hug að segja ykkur frá hugsunum mínum varðandi þjónustu um borð. Enda fylgist ég með öllu sem gerist í fluginu og hvernig vélin flýgur og hagar sér við hinar ýmsu aðstæður.   Auðvitað allt í góðu.      Jæja, hvað um það.  

 Í fluginu fær maður auðvitað kaffi í boði flugfélagsins en kaffið er að vísu oft ódrekkandi.   Í þessu flugi byrjaði flugfreyjan að fara fram í flugstjórnarklefann til að bjóða flugmönnunum kaffi. Enda eins gott að halda sér vakandi við svo ábyrgðarmikið starf.  Þegar flugfreyjan opnaði hurðina, þá blasti við mér flugmenn lesandi Moggann Happy en þeir voru greinilega glaðir að fá sinn kaffisopa.  Síðan skenkti hún okkur hinum sem sátum aftar kaffi og með því og allt rólegt í fluginu.  Eftir smá tíma fór hún að nýju fram í flugklefann til að sækja bollanna eða fylla á ef flugmennirnir vildu meira.   Enn voru þeir að lesa blöðin. Grin

Ég hugsaði með mér: Hvað næst? Joyful  Ætli hún komi ekki aftur í farþegarýmið og spyrji okkur farþeganna hvort einhver kunni ekki á Flight Simulator (flughermi)? Whistling

Alla veganna hefði ég verið fljótur að rétta upp höndina.   LoL

Auðvitað þurfa flugmenn pásur eins og við hin. En að lokum lentu þeir vélinni mjúklega í Reykjavík nokkrum mínútum síðar endurnærðir og með einbeitinguna í lagi enda bestu flugmenn sem völ er á og þjónustan um borð alveg til fyrirmyndar.    En ég fékk ekki að fljúga í þetta sinn enda eins gott, kannski.   Smile

 

Þið getið ekki trúað því hvað ég er fegin að þurfa ekki að dandalast suður í Keflavík til að fara í innanlandsflug eins og sumir þrá en hafa aldrei farið í innanlandsflug. 

Svo er greinilegt að flugið er notað af höfuðbogarbúum því það var nánast ekkert laust bílastæði við Reykjavíkurflugvöll og þó er búið að stækka bílastæðið mikið.


Sorglegt að heyra

Alltaf finnst mér sorglegt þegar vegið að þeim sem minnst mega sín.   En til stendur að loka starfsendurhæfingu Bergiðjunnar við Kleppsspítala.  Er það ekki dæmigert að skera niður starfsemi hjá þessum sjúklingum þegar á að spara.   Hvers eiga þessir einstaklingar að gjalda.  

Mynd 452623

Vonandi sjá þessir herramenn að sér, sem fara með völdin.   Á Bergiðjunni er unnið frábært starf með þessu sjúklingum, sem alls ekki má breyta enda er vitað að allar breytingar eru ekki góðar fyrir einstaklinga sem eru sjúkir og þurfa mikinn stuðning, öryggi og trúnað. 

 


mbl.is Geðlæknar harma lokun Bergiðjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimaslóðir

Rakst á þessa mynd á netinu og varð að deila henni með ykkur.

 Veit ekki hvort augl. hér til hægri truflar en hvað um það. Angry Sjáið hvað lofthjúpurinn er lítill!   

 

Njótið og skoðið. 

 

Ekki snerta.  susssssh  Tounge

 

 

 

 

 

earth

 


Tröllvaxnar byggingar!

Hvers á maður að gjalda.  

Mér finnst alltaf að það sé verið að koma aftan að íbúum, sem búa á svæðinu, með því að koma með svona turna eftir á.


mbl.is Gunnar Birgisson: „Höldum okkar striki"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver kannast ekki við þetta

Er þetta ekki eitthvað sem þið kannist við þegar þið eruð að fara í flug? Whistling

  1. Ekkert flugfélag er á réttum tíma nema þegar þú sért of sein og þarft á seinkun að halda.  Devil
  2. Ef þú ert oft seinn í flug, þá þarf flugið endilega að vera við brottarhliðið sem er lengst í burtu í flugstöðinni. 
  3. Ef þú mætir tímalega, þá bregst það ekki, að fluginu hefur verið er seinkað.
  4. Hvenær hefur þú séð flug fara frá í  hliði 1 (Gate #1) í flugstöðvarbyggingum?
  5. Ef þú þarft að vinna eitthvað á meðan flugi stendur t.d. að skrifa á blað, þá upplifir þú fljótt ókyrrð. Líka þegar þú færð þér kaffi. 
  6. Ef þú færð miðjusæti, þá getur þú bókað, að þeir sem koma til með að sitja við gluggann eða við ganginn eru ókomnir.   Líttu bara eftir tveimur stærstu mönnunum í röðinni.  Devil
  7. Sá sem situr við gluggann þarf alltaf að skreppa á snyrtinguna.
  8. Öskrandi börn virðast alltaf sitja mjög nálægt þér.
  9. Fallegasta konan/karlmaðurinn situr aldrei nálægt þér.
  10. Eftir því sem plássið er minna í flugvélinni til að koma fyrir handfarangri, þá koma farþegar alltaf með meira og meira með sér um borð.
  11. Þegar flugfreyjan kynnir öryggisatriði í upphafi flugs þá þykist þú kunna þetta allt og lest í dagblaði á meðan.
  12. Eftir að karlmenn hafa farið á snyrtinguna þá er ekki hægt að fara þangað á sokkunum. Devil

sótt héðan og þaðan af netinu en sumt samið.


Reykjanesbrautin dauðagildra!

Mér finnst að Vegagerðin ætti að skammast sín fyrir hörmulegan frágang á vegamerkingum á Reykjanesbrautinni þar sem vegaframkvæmdir hafa staðið yfir en liggja núna niðri.  Devil

Að þeir skuli leyfa sér að vera með lágmarksmerkingar  þarna á brautinni, er í raun fyrir neðan allar hellur.    Við erum jú að tala um mjög umferðamikla götu. 

Ég átti einu sinni leið þarna um eftir að dimma tók og mér fannst mjög erfitt að aka þarna í gegn. Umferðin sem kom á móti, blindaði útsýnið í beygjunum, þannig á ég átti í miklum erfiðileikum að sjá beygjurnar sem búið er að "setja upp".   Þarna hefði átt að vera búð að setja upp vegrið á milli akstursstefnu bíla til að koma í veg fyrir að bílljós blindi ökumenn sem mætast þarna.  

Kannski ætti Vegagerðin að skoða þessar aðstæður í myrkri til að átta sig betur á hversu hættulegt þetta er!   Eitt er að fara þarna um að degi til og annað í myrkri; hvað þá í rigningu eða snjóbyl.  Það er eins og þeir sem settu upp merkingarnar, hafi unnið sína vinnu að degi til.   Angry   

Það virðist vera "lenska" hér á landi að þumbast með gamaldags merkingar í vegavinnu.  Í dag er ekki hægt að ætlast til að allir þekki aðstæður. Svoleiðis merking slapp kannski hér áður fyrr. 

Brautin er allmennt vel upplýst nema þar sem vegaframkvæmdir hafa staðið yfir. Þar er allt í myrkri.

Það þarf að hafa merkingar þannig að bílar aki inn í einskonar trekt sem leiði þá áfram í gegnum hættusvæðið.

Vegamerkingar á Nýbílavegi eru til fyrirmyndar og gott dæmi um góða merkingu þó þar sé mjög þröngt.   Þar hafa starfsmenn verktakafyrirtækisins þurrkað af öllum keilum og glitmerkjum á hverjum einasta degi allt frá því að vinna hófst þar í haust.


Kisumyndir

Takið eftir þegar kötturinn hleypur yfir vatnið. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband