Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Þetta er ein besta fréttin í dag

Var að lesa um frétt á mbl.is þar sem segir frá hóp Íslendinga sem er þessa daga staddur í Palestínu í þeim tilgangi að gefa einstaklingum gervilimi sem misst hafa fæturna af völdum átaka á svæðinu undanfarin ár.   

Hópurinn gaf í dag ungum palestínskum manni gervifætur sem misst hafði báða fætur sína. Fyrst fyrir fjórum annan fótinn og í vetur seinni fótinn af völdum skriðdreka.  

Ég held að það sé ólýsanleg tilfinning að geta skyndilega gengið aftur.   Umræddur maður átti ekkert von á því að geta fengið hjálp á næstunni en kom óvænt á staðinn þar sem Íslenski hópurinn var staddur og var kominn með gervifætur og farinn að ganga eftir tveggja tíma undirbúning.  

Alltaf gaman að lesa um svona gleðilega frétt.    


mbl.is Fótalaus en kom gangandi heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja hvern dag slasast barn í bíl

Ótrúlegt að ökumenn skuli ekki gæta sín betur í umferðinni.    Í nýútkominni rannsókn á umferðaslysum barna 0-14 ára, má sjá að þriðja hvern dag slasast barn sem er farþegi í bíl.  

Hugsa sér. Angry  Aðeins 76% barna á aldrinum 0-5 ára séu bara í einhvers konar öryggisbúnaði og 60% af börnum 6-14 ára er ótrúlegt kæruleysi.   Angry   

Svo má spyrja sig:  Býðst farþegum t.d. í strætó kostur á að spenna sig fasta?   Strætó er að aka á sama hraða og önnur ökutæki hér á höfuðborgarsvæðinu og því jafnhættulegt að vera í honum ef maður getur ekki notað öryggisbelti í honum?

Tek fram að því miður er nokkuð langt síðan ég hef tekið strætó. Blush


mbl.is Þriðja hvern dag slasast barn í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koffín og börn

Skuggaleg niðurstaða ef þetta er rétt.  Gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, dr. Jack James, segir ýmsar samlíkingar vera milli markaðssetningar koffíniðnaðarins á drykkjum sínum og þekktrar hegðunar tóbaksfyrirtækja.

Markhópurinn sé greinilega börnin okkar og unglingar, þar sem það hefur orðið algjör sprenging í framleiðslu koffíndrykkja fyrir ungt fólk, hvort sem það er gos eða orkudrykkir og jafnvel koffínpillur.  

Það sé beinlínis gefið í skyn í auglýsingum að þú getir orðið einhvers konar ofurmanneskja með því að neyta þeirra.   

Jæja, best að fá sér smá vatnssopa.  Pinch 


mbl.is Koffín fyrir krakka?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 skref á mínútu

Ný rannsókn bandarískra vísindamanna sýnir fram á að ef fólk vill fá hóflega hreyfingu á hverjum degi þá skal það ganga rösklega í hálftíma. Lykillinn er taka 100 skref á mínútu. Vísindamennirnir fengu út töluna með því að mæla súrefnisþörf líkamans hjá um 100 manns, sem voru látin ganga á hlaupabretti.

 Nú er bara að taka skrefateljarann með í gönguna og halda sér í formi og ekki múður sko.

 Hálftími á dag kemur heilsunni í lag. 


mbl.is 100 skref á mínútu sögð gera gæfumuninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband