Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Endurreisnarsjóður Gott og vel en

Verið er að undirbúa að stofna endurreisnarsjóðs á vegum verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, lífeyrissjóða og ríkisins.  

Gott og vel en bíðum nú við.  Það verður fróðlegt að sjá þessa nefnd sem væntanlega verður stofnuð, úthluta fjármunum sjóðsfélaga.  Hverjir eigi að fá hjálp og hverjir ekki.  Eins gott að reglur verði skýrar og ekki fari af stað vina- eða pólitískúthlutun. Devil

Það ætti líka að styðja þá sem eru að missa vinnuna enn betur með einhverjum ráðum.    Finna hvataleiðir fyrir fólk til að fara aftur í skóla.   Fella niður hluta af verðtryggingunni svo eitthvað sé nefnt.   


mbl.is Endurreisnarsjóður í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór misstök

Frumvarp um breytingar á lögum um gjaldeyrismál 

Sammála Vilhjálmi Egils.  Held að þetta frumvarp sem er verið að troða í gegnum þing núna, muni stórskaða íslenskt viðskiptalíf og færir viðskiptahætti aftur til ca. ársins 1980.  

Alltaf hættulegt þegar svona frumvörp eru sett í gegn án þess að "láta lesa þau yfir" áður.   


mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göngutúr í myrkrinu

Smá blogg fyrir kvöldið. Skellti mér út í rigningarúðann seint í kvöld eftir að hafa horft á borgarfundinn í Háskólabíó í kvöld. Mikið er nú gott að labba í hressandi haustveðrinu, já og nóvember að klárast en samt eins og það sé september.  InLove

Þó að það sé snjólaust þá er varla hægt að tala um myrkur hér á höfuðborgarsvæðinu.  Ljósin sjá til þess.  FootinMouth

Hrafninn fékk að sjálfsögðu skammtinn sinn en hann hefur notið góðs af matarafgöngum undanfarið.    

 


Páfagarður "fyrirgefur" John Lennon

"Blað, sem gefið er út í Páfagarði, hefur fyrirgefið John Lennon ummæli, sem hann lét falla fyrir rúmum fjórum áratugum, um að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús. Í grein blaðsins er farið lofsamlegum orðum um Bítlana og sagt að Lennon hafi bara verið ungur maður að monta sig".  

Þó fyrr hefði verið.  Er það ekki hluti af kristni að fyrirgefa?  Ég hafði oft og mörgum sinnum hugsað út í þetta.  Af hverju er svona mikil heift í trúarbrögðum?  Er ekki fyrirgefning jafn nauðsynleg og kærleikur?

Þar fyrir utan þá voru í gær 40 ár frá því að Hvíta albúmið kom út og er að mínu mati meiriháttar verk hjá Bítlunum.  


mbl.is Páfagarður „fyrirgefur" Lennon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðgaður út í krumma

Ég er hálf fúll út í krumma. Pouty Tók mig til og fór út með matarafganga til að færa honum.   Reyndar gerði ég það í skjóli myrkurs svo allir íbúar svæðisins yrðu ekki varir við þetta.     Var alveg sannfærður um að  hrafninn myndi sko nota sitt langa nef til að finna kræsingarnar.   Cool

Svo kom næsti dagur og ég út í glugga. W00t Viti menn krummi kom og flaug yfir án þess að líta niður, hvað þá til hliðar og ég sem hélt að þeir myndi sko renna beint á lyktina.  Devil

Eins og ég var nú búinn að hæla þessum fuglum í gegnum tíðina.   Kannski ætti ég að læða svona einum hákarlabita með svo þeir fái almennilega lykt?   Whistling

En ég ætla sko ekki að gefast upp.   Næst fæ ég mér bara flagg til að sýna þeim hvar þeir geti matast næst.  Whistling

Alltaf er nú samt gaman að horfa á krumma leika listir í loftinu.  


Kreppujeppar

Fór í búð í dag sem er svo sem ekkert merkilegt.   Jú, það voru allir að kaupa jólavörur, nema ég.  Ég var bara að kaupa sokka og vettlinga fyrir drenginn sem er að fara í skólaferðalag í næstu viku.

  En það sem mér þótti merkilegt var að ég sá fyrir utan búðina nokkra kreppujeppa sem allir voru auglýstir til sölu.   Það kreppir víða að því miður.  


Ja hérna

Þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina hefur verið dreift á Alþingi.

Hvað er að þessum mönnum? Pouty Það er ekki einu sinni búið að setja niður hvernig á að koma hreint til verks eftir bankahrunið.  Ætla menn virkilega að rjúka í kosningar strax?   Sömu menn á lista og alles.

Hvað ef tillagan verður felld?   Bera hana aftur fram í vor og síðan aftur næsta haust?   Nei,  ég vil bíða með þetta um sinn og ná andanum áður en menn rjúka til núna, bara til að reyna að ná völdum að því virðist.   Errm  Menn ætla greinilega ekkert að reyna að koma krónunni á flot.   

Maður spyr sig: Á að kjósa í hvert sinn sem skoðannakönnun er einhverjum hagstæð?   


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun finnast olía undir Borgarfirði eystra?

Merkileg frétt sem ég las í Austurglugganum   og  Svæðisútvarpinu á Austurlandi í dag. 

Þar kemur fram sú tilgáta að hugsanlega nái flekinn sem geymir olíu á Drekasvæðinu inn undir Borgarfjörð eystra!

Olgeir Sigmarssonar hefur stundað rannóknir á fjallinu Hvítserk í Borgarfirði eystra sem sýna að þar er að finna zirkon-kristalla sem eru mörg hundruð milljón ára gamlir og því mun eldri en annað berg sem myndar Ísland.

Ekki bara það að þetta styðji þá kenningu að þarna sé huganlega olía undir þurru landi heldur er Hvítserkur þá líka elsta fjallið á Íslandi ef þetta reynist rétt. 

Ef rétt reynist þá er ekki eftir neinu að bíða.   Stefnum á rannsóknir strax á morgun.  


Góður þáttur á RÚV Med slør og høje hæle

Ég hef að undanförnu horft á danskann fræðsluþátt í sjónvarpinu sem heitir "Með blæju á háum hælum" Med slør og høje hæle.   Það er óhætt að segja að þetta eru mjög áhugaverður þáttur.   Eins og segir í kynningu: 

Í þessum dönsku ferðaþáttum er farið um sex ríki í Austurlöndum nær og heilsað upp á ungt fólk í vinnu og frístundum. Anja Al-Erhayem fer með áhorfendur á staði sem fæstir vissu að væru til á þessum slóðum, meðal annars skíðabrekkur í Íran og diskótek og hommabari í Damaskus og Beirút.

Anja Al-Erhayem er 36 ára blaðamaður sem á danska móður og íraskan föður. Hún hefur búið í Danmörku alla ævi en oft farið til föðurlands síns og ræktað tengslin þar. 

Mæli með þessum þáttum en þeir setja okkur inn í menningarheim sem flest okkar þekkjum ekki.    Heillandi þættir. 


Af ljósastaurum og bæjarstjórum

Tók mig til og skrifaði viðeigandi yfirvöldum í borginni bréf og bað þau vinsamlegast að koma sér hingað og laga ljósastaurinn sem er hér beint fyrir framan húsið mitt.   Whistling

Málið er, að fyrir mörgum árum bjó hér náugni í stigaganginum,  á neðstu hæðinni, sem skrifaði sömu yfirvöldum bréf, og heimtaði að skipt yrði um þennan staur því hann truflaði sig svo mikið þegar hann væri að horfa á fréttir.   Ljósið barast inn um gluggann.  Angry

Þetta hefur alltaf pirrað mig enda eini staurinn sem er með ljósatýru fyrir lítinn göngustíg.   Hef verið að horfa út þegar myrkrið hellist yfir og sé að minn staur er miklu lélegri en hinir staurarnir. Devil  Það gengur ekki að hér sé myrkur enda enginn snjór til að spara lýsingu.  Cool

  Þannig að ég skrifaði bréfið og bað um að þessu yrði kippt í liðinn STRAX. Cool Nú er að bíða og sjá hvort þetta virkar.    

Ekki það að ég sé bjartsýnn á að bæjaryfirvöld séu snögg til. Errm Drengurinn minn skrifaði Gunnari bæjarstjóra í Kópavogi einu sinni bréf og bað um hjólabrettapall á svæðið en fékk aldrei svar. Shocking   Gunnar hefur kannski metið það svo að þarna væri ekki atkvæði á ferð og ekki séð ástæðu að svara drengsa.  Whistling

Já ég sá að Kópavogsbær auglýsir viðtalstíma bæjarfulltrúa:  Gunnar er til viðtals kl. 18-19 þann 20. nóvember nk..  Ekki var það nú mikill tími.  Ein klukkustund!  LoL


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband