Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Ný færsla

Jæja  þá er að skrifa smávegis hérna enda orðið langt síðan síðast. Smile  Enda vorið komið og krían mætt á svæðið.  Apríl er búin að vera frekar blautur mánuður en vonandi verður maí mánuður betri.    

Sjálfur hef ég reynt að vera duglegur að fara út og hreyfa mig enda veitir mér ekki af.  Smile   Svo er hjólið tekið fram reglulega og hjólað.         


Selfoss

Fór í dag austur á Selfoss (Dallas suðursins).   Hafði ekki komið þangað í tæpt ár.   Ljótt að segja frá.     En nokkrar ástæður liggja að baki heimsóknarleysis míns.  Ekki meir um það.  Smile

En mikið hefur Selfoss stækkað.   Eitt var á hreinu.  Veðrið var hreint út sagt frábært.   


Hjól og frambjóðendur

Hjólaði þó nokkuð um liðna helgi og svo í vinnuna í dag. Voða hollt og gott. Stefnan sett austur fyrir fjall á morgun en samt ekki á reiðhjóli.

Horfði á frambjóðendur í kvöld. Óttalega kljént. Sama tuggan hjá gömlu flokkunum en Ástþór var helvíti góður eða þannig.

Skil ekki hvernig Katrín hjá Vinstri ætlar bæði að hækka skatta og lækka um leið launin?   Hjá hverjum þá helst? 


Segwaybíll já takk

Þarna er græjan mætt sem maður þyrfti að eiga. 

Hef prófað Segway og sú græja er snilld.

 

 

 


mbl.is Hinn fullkomni borgarbíll?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trompetleikarinn í Penny Lane

Hérna sjáið þið David Mason, trompetleikarinn í Bítlalaginu Penny Lane,  segja frá hvernig Paul McCartney fékk hann til að spila á Piccolo Trompetinn í laginu.   En Paul heyrði hann spila í  tónverkinu Brandenborgarkonsertinn eftir Bach með Enska dómkórnum.   Paul samdi laglínuna undir áhrifum frá þessu verki.

Sólóið spilaði David síðan fyrir Bítlanna 17. janúar 1967 í Abbey Road hljóðverinu.  

Þið leiðréttið mig bara ef þetta er ekki alveg rétt hjá mér.  Smile 

 

 


Paul og Ringo

 

Nýjasta frá Paul Mc og Ringo.  Á styrktartónleikum David Lynch Foundation - 4.04.09

Óttalega er nú Hringur kallinn slappur hehe 

 

 


Ljósmyndir frá Gunnari B. komnar inn

Bætti inn myndasíðu frá Gunnari B Ólafs ljósmyndara á Reyðarfirði  inn á hlekkinn Reyðarfjörður hér fyrir neðan.   

 Enn fremur hópur Gönguferðir.


Þriðja hvern dag slasast barn í bíl

Ótrúlegt að ökumenn skuli ekki gæta sín betur í umferðinni.    Í nýútkominni rannsókn á umferðaslysum barna 0-14 ára, má sjá að þriðja hvern dag slasast barn sem er farþegi í bíl.  

Hugsa sér. Angry  Aðeins 76% barna á aldrinum 0-5 ára séu bara í einhvers konar öryggisbúnaði og 60% af börnum 6-14 ára er ótrúlegt kæruleysi.   Angry   

Svo má spyrja sig:  Býðst farþegum t.d. í strætó kostur á að spenna sig fasta?   Strætó er að aka á sama hraða og önnur ökutæki hér á höfuðborgarsvæðinu og því jafnhættulegt að vera í honum ef maður getur ekki notað öryggisbelti í honum?

Tek fram að því miður er nokkuð langt síðan ég hef tekið strætó. Blush


mbl.is Þriðja hvern dag slasast barn í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eivör Páls frábær

Merkilegt nokk, en ég fæ bara aldrei nóg af Eivör frá Færeyjum. InLove  Sá hana í Kastljósi í gærkvöldi og hún var bara hreint út sagt frábær. 

Eivör Pálsdóttir er þessa daganna stödd á landinu en hún ætlar að halda tónleikaröð hér á næstu dögum.   Hvet alla til að sjá hana.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband