Færsluflokkur: Menntun og skóli

Endurreisnarsjóður Gott og vel en

Verið er að undirbúa að stofna endurreisnarsjóðs á vegum verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, lífeyrissjóða og ríkisins.  

Gott og vel en bíðum nú við.  Það verður fróðlegt að sjá þessa nefnd sem væntanlega verður stofnuð, úthluta fjármunum sjóðsfélaga.  Hverjir eigi að fá hjálp og hverjir ekki.  Eins gott að reglur verði skýrar og ekki fari af stað vina- eða pólitískúthlutun. Devil

Það ætti líka að styðja þá sem eru að missa vinnuna enn betur með einhverjum ráðum.    Finna hvataleiðir fyrir fólk til að fara aftur í skóla.   Fella niður hluta af verðtryggingunni svo eitthvað sé nefnt.   


mbl.is Endurreisnarsjóður í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Stefánsson

Var að hlusta á viðtalið við Ólaf Stefánsson handboltamann og heimspeking í þættinum Sunnudagskvöld með Evu Maríu áðan.   Þetta var hreint út sagt frábært viðtal.  Þessi maður er bara einstakur karakter og fær mann virkilega til að hugsa.   Það ætti að ráða hann á stundinni hingað heim til að stappa jákvæðum hugsunum í þjóðarsálina.  Smile  Tala nú ekki um hugmyndir hans um skólamál.  

Það er allt hægt. 


Æfingasvæði fyrir bílstjóra

Því miður þá liggur við að maður lesi á hverjum degi fréttir af slysum í umferðinni.   Eitt sem er áberandi yfir sumartímann eru óhöppin sem verða við akstur á malarvegi.    Þegar fólk flykkist í sumarfrí velur það sér oft leiðir sem ekki eru malbikaðir vegir.   Að aka á þannig vegum er ekki það sama og á bundnu slitlagi. Vegir eru oft mjóir og stundum hefur skolast undan malbikinu í vegkantinum.  Víða í USA eru vörubílstjórar sem sérhæfa sig í akstri með stóra tengivagna á malarvegum.   

Mér finnst vera kominn tími á virkilega góða akstursbraut fyrir óvana bílstjóra.   Ég vil sjá braut þar sem hægt er að líkja eftir öllum aðstæðum sem skapast í umferðinni hvort sem það er á malbikaðri braut, malarbraut og framkalla vetraraðstæður.  Samhliða svæðinu mætti byggja aðstöðu fyrir aðrar akstursíþróttir.    Um leið ættu að vera einir 10 bílar til afnota á svæðinu með tilheyrandi öryggisbúnaði.   Ég efa það ekki að bifreiðaframleiðendur myndu vilja bjóða bíla í svona dæmi.

skidmonster

Vatn á vegum 

 

 

 

 

 

Til að svona megi verða að veruleika þá verður ríkið að koma að þessu í byrjun og ætti Vegagerðin að vera þar í forystu og byggja upp svæðið.  Vegagerðin gæti nýtt sér svona svæði til að fá fram aðstæður sem gæti nýst við rannsóknir í vegagerð.  Ökukennarar myndu örugglega notfæra sér aðstæður og fullt af bílstjórum sem vildu fá að prófa akstur við erfiðar aðstæður. 

 

Það er aldrei of varlega farið og aðstæður geta breyst skyndilega. 

vetur

þokaVetraraðstæður

Lélegt skyggni


Snjall dómari?

Hvað ef nemandinn hefði skrifað önnur tvö orð?   Mér finnst þessi dómari klókur, enda gott að einblína ekki of á það neikvæða. Grin   Um að gera að draga fram það jákvæða í öllum.    

En stráksi klaufi að gleyma punktinum, úr því að hann vandaði sig svona mikið að setja tvö orð á blað.  Devil

Skildi hann hafa setið allan tímann inni í stofunni á meðan aðrir voru að klára sínar ritgerðir?  neeeee Whistling  Grin


mbl.is Fékk einkunn fyrir tveggja blótsyrða ritgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband