Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Andlaus

Eitthvað svo andlaus þessa daganna svo það verður kannski bara stopp á bloggfærslum!  Halo

Indie tónlist

Indie Pop Rocks!

Fyrir þá sem vilja hlusta á öðruvísi tónlist en hljómar í útvarpinu dags daglega. 

Ég hlusta mikið á þessa svokölluðu Indie tónlist þessa daganna.

Ýtið á Listen now til að ræsa spilarann.   Góða skemmtu.


Sarah McLachlan

 

 

Tilvalið að setja inn fallegt lag á rigningardegi sem þessum, föstudaginn 29. águst.  Smile 

Sarah McLachlan - Angel


Mínir menn

Mikið var ég stoltur af mínum mönnum þegar flugvélarnar flugu yfir bæinn og svo þegar þeir gengu frá borði.    

Landsliðið á ferð

Rétt áður en þotan kom til Reykjavíkur var þessi myndarlegi regnbogi í Fossvogsdalnum, örugglega þeim til heiðurs.  Wizard   Til hamingju með daginn.  

 Regnboginn í tilefni dagsins


mbl.is Landsliðið komið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífð og tilveran

Öll stöndum við einhverntíma frammi fyrir því í lífinu að líta til baka og skoða hvað maður hefur áorkað og hvað maður hefði viljað gera betur.  Þetta á við mig eins og flesta aðra.  

Lífsleiðin er eins og landslag.  Það eru sléttar grundir og það eru lækir og hæðir og fjöll.   Sumir hafa siglt lygnan sjó en aðrir ekki.  Þessa stundina upplifi ég smá klifur sem vonandi tekur enda.  En það er svo skrítið að þegar maður lendir í smá klöngri þá fer maður að hugsa um lífið á annan hátt.  Var þetta ekki heimspekilegt hjá mér?   Smile   


Silfur

Fékk gæsahúð þegar ég horfði á mína menn taka við silfrinu enda ekki á hverjum degi að landinn fær pening á ólympíuleikunum.    Frábært, frábært.    Ég má alveg hafa rangt fyrir mér en ég var bara svo viss um að við myndum vinna leikinn en Frakkar eru bara hreinlega bestir og að sjálfsögðu óskum við þeim til hamingju með sigurinn.   Hvað um það,  hér á að fagna enda yndislegt að hafa náð öðru sæti á svona stóru móti. Að vísu þarf að fægja silfrið reglulega. Smile Við erum bara næst bestir og það er sko ekkert annað.   Smart.   Til hamingju með frábæran árangur. InLove   Nú tölum við ekki um silfurmanninn heldur silfurmenninna.


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi tekur þetta aldrei enda

Ég er mjög ánægður með þennan dag. Vonandi verður aldrei hætt að halda þennan dag hátíðlegan.  Mjög hollt fyrir alla að upplifa þennan dag á jákvæðan hátt, enda ekki annað hægt.
mbl.is Flugeldasýning á sundunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraustir kappar og gott framtak

Mér finnst framtak slökkviliðsmannanna frábært en tuttugu manna sveit slökkviliðsmanna hljóp hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu nú í morgun og dró á eftir sér fólk í hjólastólum. Með þessu safna þeir áheitum fyrir Íþróttafélag fatlaðra og líknarsjóð slökkviliðsins.  Það eru víða hetjur á ferðinni. 


mbl.is Slökkviliðsmenn drógu hjólastóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norge tok sitt første OL-gull i håndball

Norsku stúlkurnar unnu gullið í útslitaleik gegn Rússum, 34:27. í yfirburðasigri  handboltakeppni kvenna á ólympíuleikunum í Peking.   Svaka flott hjá þeim enda langbestar í keppninni. 

Svo munum við vinna gullið á morgun gegn Frökkum þannig að það verður flott að hafa tvö bestu liðin hér á svæðinu.  Smile Til hamingju Norge.   


mbl.is Norðmenn ólympíumeistarar í handbolta kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek til baka orðin Þorgerður

Þetta var geggjað.    Var með hjartastuðtækið við hliðina á mér enda spennan líka ótrúleg en ljúf.   Geggjaður leikur.    Ég tek til baka orðin sem ég hafði um hugsanlega ferð Þorgerðar Katrínar til Kína.   Hún á pottþétt að fara út og vera viðstödd þegar við munum vinna Frakkanna.   Engin spurning og það er á hreinu að það munu koma með ca 15 gull- eða silfurpeninga til landsins.   Ekkert smá.   Áfram Ísland
mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband