Færsluflokkur: Samgöngur

Forrit í símann sem mælir vegalengd í næsta bíl

Hér er linkur fyrir tækjadellufólk. :) Er þetta ekki málið?

Þetta er forrit í Android síma sem mælir vegalengd í næsta bíl og varar við.

http://blogs.insideline.com/straightline/2011/06/automotive-app-of-the-week-ionroad-for-android.html
Veit ekki hvort þetta virkar hér á landi en skellti þessu samt inn.

Auðvitað virkar alltaf best að aka varlega.


mbl.is Bil á milli bíla sé hæfilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólaðu hjólaðu hjólaðu

Fyrirsögnin er svona vísun í texta Ómars Ragnarssonar sem ég hlustaði oft á þegar ég var krakki.

Þessa daganna hjóla ég á hverjum degi í vinnunna enda bíllinn ekki mjög hress þessa stundina. En það gerir ekkert til. Það er svo hressandi að hjóla.

Enda er ég búinn að koma mér upp hörku búnaði til að komast leiðar minnar; rafmagnshjól, hjólabuxur, hjólajakki, gott ljós sem er eins og blikkljós á lögreglubíl eða sterkt leitarljós. Smile já og auðvitað nagladekk. Fær í flestan snjó eða þannig. .... eða var það ekki þannig?

Svo er bara að passa sig á hinum fíflunum í umferðinni. Tounge   Ég skil ekkert í þessu, GetLost ég sé bílanna koma en þeir virðast engan áhuga hafa á mér og reyna bara að keyra mig niður ef ég voga mér inn á akvegi borgarinnar. Frown    En ég nota bara göngustíganna í staðinn.  LoL  Svo er bara spurningin hvað veturinn, sem kom í gær, hangir lengi? 


Þriðja hvern dag slasast barn í bíl

Ótrúlegt að ökumenn skuli ekki gæta sín betur í umferðinni.    Í nýútkominni rannsókn á umferðaslysum barna 0-14 ára, má sjá að þriðja hvern dag slasast barn sem er farþegi í bíl.  

Hugsa sér. Angry  Aðeins 76% barna á aldrinum 0-5 ára séu bara í einhvers konar öryggisbúnaði og 60% af börnum 6-14 ára er ótrúlegt kæruleysi.   Angry   

Svo má spyrja sig:  Býðst farþegum t.d. í strætó kostur á að spenna sig fasta?   Strætó er að aka á sama hraða og önnur ökutæki hér á höfuðborgarsvæðinu og því jafnhættulegt að vera í honum ef maður getur ekki notað öryggisbelti í honum?

Tek fram að því miður er nokkuð langt síðan ég hef tekið strætó. Blush


mbl.is Þriðja hvern dag slasast barn í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slöpp frétt

Ég horfði á myndbandið sem fylgdi fréttinni þar sem utanvegaakstur mótorhjóla var gagnrýndur.  Ég tek undir það að utanvegaakstur á alls ekki rétt á sér. 

En hvar var verið að aka utanvegar í þessu myndbandi?   Þetta voru allt slóðir sem búið var að bera sand ofan í eða greinilega fjölfarnir vegir af bílum eins og t.d. Fjallabak.    

Það á að sýna réttar myndir ef á að nota sem áróður í svona frétt, annars virkar þetta sem neikvæð umræða gagnvart fólki sem vill ferðast á hjólum um landið án þess, að skemma það. 


mbl.is Fordæma akstur utan vega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æfingasvæði fyrir bílstjóra

Því miður þá liggur við að maður lesi á hverjum degi fréttir af slysum í umferðinni.   Eitt sem er áberandi yfir sumartímann eru óhöppin sem verða við akstur á malarvegi.    Þegar fólk flykkist í sumarfrí velur það sér oft leiðir sem ekki eru malbikaðir vegir.   Að aka á þannig vegum er ekki það sama og á bundnu slitlagi. Vegir eru oft mjóir og stundum hefur skolast undan malbikinu í vegkantinum.  Víða í USA eru vörubílstjórar sem sérhæfa sig í akstri með stóra tengivagna á malarvegum.   

Mér finnst vera kominn tími á virkilega góða akstursbraut fyrir óvana bílstjóra.   Ég vil sjá braut þar sem hægt er að líkja eftir öllum aðstæðum sem skapast í umferðinni hvort sem það er á malbikaðri braut, malarbraut og framkalla vetraraðstæður.  Samhliða svæðinu mætti byggja aðstöðu fyrir aðrar akstursíþróttir.    Um leið ættu að vera einir 10 bílar til afnota á svæðinu með tilheyrandi öryggisbúnaði.   Ég efa það ekki að bifreiðaframleiðendur myndu vilja bjóða bíla í svona dæmi.

skidmonster

Vatn á vegum 

 

 

 

 

 

Til að svona megi verða að veruleika þá verður ríkið að koma að þessu í byrjun og ætti Vegagerðin að vera þar í forystu og byggja upp svæðið.  Vegagerðin gæti nýtt sér svona svæði til að fá fram aðstæður sem gæti nýst við rannsóknir í vegagerð.  Ökukennarar myndu örugglega notfæra sér aðstæður og fullt af bílstjórum sem vildu fá að prófa akstur við erfiðar aðstæður. 

 

Það er aldrei of varlega farið og aðstæður geta breyst skyndilega. 

vetur

þokaVetraraðstæður

Lélegt skyggni


Gott framtak

Það pirrar mig oft að sjá bifreiðar loka gangstéttum.   Þetta er mjög áberandi á gangstéttum hér þar sem ég bý, t.d. í Ástúni.   Ætli Gunnar bæjarstjóri (hinn mikli) Grin láti ekki útbúa svona miða fyrir Kópavogsbæ til að líma á bíla sem er lagt ólöglega?   Ekki nema hann láti útbúa fleiri bílastæði, í stað göngustíga? Whistling Það er hvort er er svo dýrt að moka snjó af göngustigum. Whistling Devil

 En þetta er gott framtak og verður gaman að sjá hvernig viðbrögðin verða.


mbl.is Gangstéttir eru ekki ætlaðar fyrir bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt mesta klúður

Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa þegar fjölbýlishúsinu við Lundarbraut 1 var troðið niður þar sem það sendur í dag?

Það má kannski líka spyrja sig hvað Vegagerðarmenn voru að spá í þegar þeir færðu Nýbýlaveginn norðar en hann var áður og þar að leiðandi ofan í íbúðahverfið?  En kannski er þetta eins og með eggið og hænuna. Hvort kom á undan? Vegagerðin eða byggingaverktakarnir?  

Svo finnst mér eins og að Nýbýlavegurinn hafi verið hækkaður upp óþarflega mikið, miðað við gamla veginn.  Virkar eins og byggðin norðan megin við Nýbýlaveginn sé ofan í lægð eftir þessar framkvæmdir.

Til að komast af Nýbýlaveginnum inná Kringlumýrarbrautina, á móts við Skeljabraut, þarf núna að aka yfir malbikaðan hól sem þarna er kominn og þar að leiðandi niður brekku til að halda áfram í vesturbæ Kópavogs, en kannski eiga þeir eftir að breyta þessu!

En fyrirtækin sem eru sunnan við Nýbýlaveginn mega una glöð við sitt. Mér sýnist að nú séu allt í einu komin stór bílastæði þar.  

En hvað um það, mér finnst þetta eitt stórt klúður eins og þetta lítur út í dag.   Vonandi læra bæjaryfirvöld af þessum mistökum og láti ekki framkvæmdaaðila valtra yfir allt og alla, bara af því að þeir eru að byggja upp hverfin. 


mbl.is Kópavogur bregst við óánægju íbúa við Lundarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband