Flöskusöfnun

Jæja þá var flöskusöfnun hjá Guðbjörgu og bekknum hennar fyrr í kvöld og endilega þurfti að rigna með roki og þvílíku.  Þau eru að safna fyrir Danmerkurferð næsta vor.  Dugleg voru þau.  InLove   Settu undir sig hausinn og örkuðu af stað út í náttmyrkrið til að safna.  Cool Við Einar Guðjón vorum svo á vaktinni og sóttum flöskurnar þegar þau voru búin að fylla pokanna hér og þar í austurbænum.  Litli kappinn slær ekkert af við pokaburðinn.   Ókum pokunnum uppí skóla þar sem foreldrarnir töldu allt.   Innkoman í kvöld var rúmlega fimmtíuþúsund og telst það mjög gott miðað við aðstæður úti við.   Hver nemandi fær tvo punkta fyrir að ganga frá kl. 18-22.  Einn punkt fyrir að ganga helming af tímanum.  Foreldrar sem mæta fá 1 punkt fyrir börnin.   Stigin segja til um hve mikið deilst á hvert barn þegar upp er staðið í vor.    Svo held ég að þessu sé samt sem áður jafnað á milli barna því sum eiga ekki möguleika að fá jafnmikla hjálp við söfnunina og því eðlilegt að allir njóti góðs af.    Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband