Ráðstefna í dag og vegamerkingar

Alltaf verður maður svo merkilega alþjóðlegur þegar maður situr fund þar sem bara er leyft að tala útlensku. Whistling

Fór suður í Bláa lónið í dag og sat þar fund í allan dag um sjúkraflutninga á norðlægum slóðum. 

Að sjálfsögðu var bara talað á ensku og stöku sinnum heyrði maður sænsku og smá íslensku.  Cool Svei mér þá ef það hafi ekki verið bara hálfskrítið að heyra ástkæra tungumálið þegar fundurinn var búinn.  W00t Nei bara smá.  

Þó að veðrið hafi verið fallegt í dag þá ætla ég að nöldra smá yfir lélegum vegamerkingum á Reykjanesbraut vegna vegagerðar þar.  Það er eins og það sé ekki gert ráð fyrir að fólk eigi að ferðast þar um í myrkri eða slæmu skyggni.  Meina:  það er eins og merkingar séu bara gerðar fyrir dagsbirtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband