Til hamingju Reyðfirðingar og aðrir Austfirðingar

Ég vil óska öllum íbúum Austurlands og þá sérstaklega Reyðfirðingum til hamingju með daginn.  Þetta er mikill gleðidagur fyrir mína gömlu heimabyggð.   

Það er gleðilegt að sjá hve góð framtíð Reyðfirðinga er í dag. Uppbygg staðarins síðustu ár hefur verið með ólíkindum.  Það er augljóst að ungt fólk hefur tekið ákvörðun um að búa í Fjarðabyggð t.d. eftir framhaldsnám.  Þá er gaman að sjá að hve margir brottfluttir Reyðfirðingar sem og aðrir fyrrverandi íbúar Austurlands hafa tekið ákvörðun um að flytja aftur heim. 

Engir vita það betur en íbúar staðarins hve mikil lyftistöng þetta verkefni er fyrir Austurland.

Áður en álverið kom voru tækifærin ekki mörg.  Íbúar voru orðnir langþreyttir á að bíða eftir tækifærum sem alltaf voru innan seilingar.  En um það má örugglega deila.  

Það eitt að álverið skyldi koma á staðinn hefur leitt til margra góðra hluta.  Fólk trúir á að það sé framtíð í því að búa á Austurlandi. Íbúðaverð hefur hækkað og almennt er meiri bjartsýni hjá fólkinu.

Ég held að leitun sé að öðrum stað þar sem jafnmikil stakkaskipti hafa átt sér stað á jafn skömmum tíma.

Stærsti sigurinn er að hugarfar íbúa Austurlands hefur breyst, jákvæðni og framkvæmdagleði er ríkjandi. 


mbl.is Álverið á Reyðarfirði opnað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Marinó, til hamingju með daginn sjálfur .

Það er mikilvægt að halda landinu í byggð, ekki spurning og gaman að merkja jákvæðnina á Austurlandi.

Herdís Sigurjónsdóttir, 10.6.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk takk Herdís. 

Það er alveg rétt hjá þér.  Nú þurfa þínir menn að bretta upp ermar og blása krafti í fleiri byggðir. 

Með jákvæðu hugarfari verða til fleiri hugmyndir. 

Marinó Már Marinósson, 10.6.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband