Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fullveldisdagurinn 1. desember

Í dag er 1. desember og Fullveldisdagur okkar Íslendinga.   Þegar ég var krakki þá var alltaf gefið frí í skólanum á þessum degi en við spáðum ekkert sérstaklega af hverju verið var að gefa okkur frí.  En það er ekki að marka enda ég yfirmáta latur í skólanum. Blush Það var svo þegar amma sýndi mér skírnarvottorðið hennar frá kónginum, að ég áttaði mig á allt í einu hve stutt var síðan Danir höfðu stjórnað hér.  Það þurfti auðvitað að vera eitthvað nærtækt til að vekja áhugann. Smile Hvað er eitt fullveldi á milli vina?   LoL

Árið 1918 þegar þjóðin varð fullvalda hafði gengið á ýmsu þetta ár þegar sambandslögin tóku gildi og við höfðum áfram danskan konung.    Þetta ár gaus Katla og eyddi bæjum á Suðurlandi. Veturinn 1917-1918 var sá kaldasti í manna minnum og hefur gengið undir nafninu frostaveturinn mikli. Það var meira en Katla sem gaus á þessu ári.  Spánska veikin herjaði um landið þennan vetur. Var það skæð inflúensa sem lagði mörg hundruð manns í gröfina, aðallega í Reykjavík og nágrenni.   Það má segja að fullveldinu hafi verið fagnað hljóðlega í skugga þeirra hamfara er fylgdu spánsku veikinni árið 1918.  Kannski ekkert skrítið að þjóðin hafi valið 17. júní sem þjóðhátíðardag?

Sem betur fer er ástandið núna ekkert í líkingu við það sem þjóðin þurfti að upplifa þá.  En vonandi sjáum við til sólar fljótt og endurmetum verðgildi okkar að nýju.  


Endurreisnarsjóður Gott og vel en

Verið er að undirbúa að stofna endurreisnarsjóðs á vegum verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, lífeyrissjóða og ríkisins.  

Gott og vel en bíðum nú við.  Það verður fróðlegt að sjá þessa nefnd sem væntanlega verður stofnuð, úthluta fjármunum sjóðsfélaga.  Hverjir eigi að fá hjálp og hverjir ekki.  Eins gott að reglur verði skýrar og ekki fari af stað vina- eða pólitískúthlutun. Devil

Það ætti líka að styðja þá sem eru að missa vinnuna enn betur með einhverjum ráðum.    Finna hvataleiðir fyrir fólk til að fara aftur í skóla.   Fella niður hluta af verðtryggingunni svo eitthvað sé nefnt.   


mbl.is Endurreisnarsjóður í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór misstök

Frumvarp um breytingar á lögum um gjaldeyrismál 

Sammála Vilhjálmi Egils.  Held að þetta frumvarp sem er verið að troða í gegnum þing núna, muni stórskaða íslenskt viðskiptalíf og færir viðskiptahætti aftur til ca. ársins 1980.  

Alltaf hættulegt þegar svona frumvörp eru sett í gegn án þess að "láta lesa þau yfir" áður.   


mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna

Þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina hefur verið dreift á Alþingi.

Hvað er að þessum mönnum? Pouty Það er ekki einu sinni búið að setja niður hvernig á að koma hreint til verks eftir bankahrunið.  Ætla menn virkilega að rjúka í kosningar strax?   Sömu menn á lista og alles.

Hvað ef tillagan verður felld?   Bera hana aftur fram í vor og síðan aftur næsta haust?   Nei,  ég vil bíða með þetta um sinn og ná andanum áður en menn rjúka til núna, bara til að reyna að ná völdum að því virðist.   Errm  Menn ætla greinilega ekkert að reyna að koma krónunni á flot.   

Maður spyr sig: Á að kjósa í hvert sinn sem skoðannakönnun er einhverjum hagstæð?   


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun finnast olía undir Borgarfirði eystra?

Merkileg frétt sem ég las í Austurglugganum   og  Svæðisútvarpinu á Austurlandi í dag. 

Þar kemur fram sú tilgáta að hugsanlega nái flekinn sem geymir olíu á Drekasvæðinu inn undir Borgarfjörð eystra!

Olgeir Sigmarssonar hefur stundað rannóknir á fjallinu Hvítserk í Borgarfirði eystra sem sýna að þar er að finna zirkon-kristalla sem eru mörg hundruð milljón ára gamlir og því mun eldri en annað berg sem myndar Ísland.

Ekki bara það að þetta styðji þá kenningu að þarna sé huganlega olía undir þurru landi heldur er Hvítserkur þá líka elsta fjallið á Íslandi ef þetta reynist rétt. 

Ef rétt reynist þá er ekki eftir neinu að bíða.   Stefnum á rannsóknir strax á morgun.  


Af ljósastaurum og bæjarstjórum

Tók mig til og skrifaði viðeigandi yfirvöldum í borginni bréf og bað þau vinsamlegast að koma sér hingað og laga ljósastaurinn sem er hér beint fyrir framan húsið mitt.   Whistling

Málið er, að fyrir mörgum árum bjó hér náugni í stigaganginum,  á neðstu hæðinni, sem skrifaði sömu yfirvöldum bréf, og heimtaði að skipt yrði um þennan staur því hann truflaði sig svo mikið þegar hann væri að horfa á fréttir.   Ljósið barast inn um gluggann.  Angry

Þetta hefur alltaf pirrað mig enda eini staurinn sem er með ljósatýru fyrir lítinn göngustíg.   Hef verið að horfa út þegar myrkrið hellist yfir og sé að minn staur er miklu lélegri en hinir staurarnir. Devil  Það gengur ekki að hér sé myrkur enda enginn snjór til að spara lýsingu.  Cool

  Þannig að ég skrifaði bréfið og bað um að þessu yrði kippt í liðinn STRAX. Cool Nú er að bíða og sjá hvort þetta virkar.    

Ekki það að ég sé bjartsýnn á að bæjaryfirvöld séu snögg til. Errm Drengurinn minn skrifaði Gunnari bæjarstjóra í Kópavogi einu sinni bréf og bað um hjólabrettapall á svæðið en fékk aldrei svar. Shocking   Gunnar hefur kannski metið það svo að þarna væri ekki atkvæði á ferð og ekki séð ástæðu að svara drengsa.  Whistling

Já ég sá að Kópavogsbær auglýsir viðtalstíma bæjarfulltrúa:  Gunnar er til viðtals kl. 18-19 þann 20. nóvember nk..  Ekki var það nú mikill tími.  Ein klukkustund!  LoL


Evra, $ eða króna?

Íslensk stjórnvöld hyggjast ganga í ábyrgðir fyrir Icesave-reikninga fyrir upphæðir upp að 21.000 evrum, um 3,6 milljónum króna, á hverjum reikningi.   Þetta var sennilega skásta setningin sem ég fann í dag á útskýringu á fyrirhugaða lántöku ríkisins.  

Það er svolítið fyndið að hlusta á ráðamenn okkar tala um lán sem þarf að taka á næstunni en þeir tala alltaf um milljarða en við þurfum oftast að geta í eyðurnar hvor þeir eiga við evru, dollar eða krónu. 

Annars held ég að þeir vilji ekki tala um krónur því það stuðar fólk því þá er upphæðin svo há og meiri sársauki að heyra sannleikann.   Alla veganna fyrir þá.   Whistling  Kannski eiga þeir í smá vandræðum að þylja upp alla þessa upphæð í krónum? Smile  Einnig held ég að þeir vilji bara venja sig á að tala í evrum eða dollar.   Smile    Enda sagði ég að krónan kæmi upp um skuldafenið sem við eru föst í, enda engin smá upphæð.     Það er ekki öll vitleysan eins.   Whistling


Hver á nú að halda uppi húmornum á þingi?

Ja hérna!  Á öllu átti ég von en ekki þessu.    Guðni átti ekki sök á öllu því sem komið er en hann er drengur góður.  Það verður söknuður af honum á þingi. 

Þar sem þing kemur saman,  er ekkert lengur gaman. 


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt ef rétt reynist

Ég trúi því ekki að utanríkisráðherra sé að vinna svona á bak við tjöldin en ef rétt reynist þá er þetta mjög alvarlegt mál.  

Ég spyr bara í ljósi nauðungasamninga varðandi Icesave: Haldið þið virkilega að Evrópusambandið verði betra við okkur þegar við erum komin inn í ESB?

bretar verða fljótir að heimta aðgang að fiskimiðum okkar og ég tala nú ekki um hugsanlega olíu.

Ég er hikandi varðandi EVRU og ESB eins og er miðað við hvernig komið er fram við okkur.    Icesave og lánið voru tveir óskildir hlutir en við þvinguð til að njörfa þetta saman að undirlagi breta.   

 


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt hlutskipti

Verð nú að segja að mér finnst þetta hálf dapurlegt hlutskipti okkar í þessari deilu.   En líklega varð að semja um þetta en þetta er algjört ippon bretum í vil.   

Fyrir mér er þetta eins og skulda mafíósum og fá lán hjá þeim til að borga þeim til baka með afarkostum.  Að Ingibjörg Sólrún og Geir skuli vera ánægð með þetta,  vitandi ekki einu sinni hve ávísunin er há sem við þurfum að borga, segir bara sitt.   úffffffff


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband