Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Að kunna að bjarga sér

Eins og gengur og gerist þá eiga flestir krakkar mörg áhugamál.

Strákurinn minn (11 ára) er svo sem engin undantekning frá þessu.  Fótbolti, körfubolti og spilað á gítar svo eitthvað sé nefnt.   Ætla ekki að telja upp hvað hann á marga bolta. Smile 

Þessa daganna er hann mjög upptekinn af hjólabrettum.   Fínt mál.  En eins og gengur og gerist þá þarf auðvitað aðstæður til að stunda þessar íþróttir. Cool  Það þykir allavegana eðlilegt í dag.   Það er fín aðstaða við skólann hans til að spila bæði fótbolta og körfubolta. Svo æfir hann með HK í fótbolta og þar er flott aðstaða.

En þegar kemur að brettanotkun þá hefur honum verið keyrt víða um höfuðborgarsvæðið t.d. í Breiðholtið eða niður á Ingólfstorg, til að leika sér á brettabraut. Höfum ekki rekist á brettasvæði í nágrenni Hjallaskóla.  Að vísu er steypt svæði við Snælandsskóla en það er alltaf þakið grjóti og ómögulegt að renna sér þar. 

Það fór dágóður tími í það um helgina að ræða þetta brettaaðstöðuleysi sem endaði svona:

Hann: Pabbi? Afhverju skrifar þú bara ekki Gunnari bæjarstjóra og biður um eina braut hér í hverfið?

Hvað átti ég að gera? Woundering     Skrifa og biðja um eina braut?  hmmmm   Greinilega efins pabbi um jákvæð viðbrögð bæjaryfirvalda.  Blush

Ég: Af hverju prófar þú ekki að skrifa Gunnari Birgis sjálfur og útskýrir fyrir honum málið? Ég er viss um að hann hlustar frekar á þig en mig.  

Hann: Ég?  Hvernig á ég að gera það?  Það er ekkert hægt að skrifa honum. Ég kann það ekkert.

Ég: Skrifaðu bara það sem þér finnst á blað og farðu svo inná www.kopavogur.is og finndu bæjarstjórann þar.

Viti menn,  litli kappinn skellti sér inná internetið og skrifaði bæjarstjóranum fyrirspurn og sendi.  Smile  

Rökin hjá honum fyrir því að fá brettapall í hverfið voru þau að það væri ómöglegt fyrir unga krakka að geta ekki stundað íþróttir nærri heimili sínu.

 Það verður gaman að sjá hvort hann fær svar?


Verður meira götulíf í miðborginni í sumar?

Ætli reykingabannið auki mannlíf miðborgarinnar í sumar?  Woundering Í dag þegar ég var á ferðinni í miðborginni með fjölskyldunni þá sá ég að reykingabannið neyðir greinilega marga gesti veitingastaða til að standa úti á götu til að fá sér "smók".  

Eigendur veitingastaða hljóta að bregðast við banninu á einhvern á hátt? Opna t.d. útibar eða kaffiaðstöðu utandyra með gashiturum. Smile Það er þekkt erlendis.

Er nokkuð bannað að reykja utandyra? Spyr sá sem ekki veit. Smile 

Mannlífið verður meira áberandi með gestum sitjandi úti í stað þess að hanga inni.   


Only great minds can read this

fi yuo cna raed tihs, yuo hvae a sgtrane mnid too

Cna yuo raed tihs? Olny 55 plepoe out of 100 can.

 

i cdnuolt blveiee taht I cluod aulaclty uesdnatnrd waht I was rdanieg.

The phaonmneal pweor of the hmuan mnid, aoccdrnig to a rscheearch

at Cmabrigde Uinervtisy, it dseno't mtaetr in waht oerdr the ltteres in

a wrod are, the olny iproamtnt tihng is taht the frsit and lsat

ltteer be in the rghit pclae.

The rset can be a taotl mses and you can sitll raed it whotuit a pboerlm.

 Tihs is bcuseae the huamn mnid deos not raed ervey lteter by istlef,

but the wrod as a wlohe. Azanmig huh? yaeh and I awlyas tghuhot

slpeling was ipmorantt! if you can raed tihs forwrad it

Þetta er nú eitthvað sem reynir á heilann.


Mófuglar og Fossvogdalurinn

Mikið þótti mér leitt að sjá að byrjað var að slá túnin í Fossvogsdalnumí liðinni viku.  Ég þykist vita að hér sé Kópavogsbær að "gera hreint".   Öllu heyinu var sturtað í safnhaug sem síðar var fjarlægður. Sem er svo sem í fínu.  Við viljum hafa fallegt í kringum okkur. 

Ég hugsaði strax: Geta þeir ekki byrjað annarsstaðar svona snemma?

Það sem mér þykir leitt er að mófuglinn er enn með ófleyga unga þarna  eða fuglinn jafnvel liggjandi á eggjum og ég er hræddur um að fáir ungar komist undan.  

Í fyrra þegar slegið var svona snemma júní þá þurkaðist út nánast allt mófuglalíf úr dalnum þar sem nýbúið var að slá.   Sláttuvélin fór alveg út að skurðbökkum þar sem fuglarnir eru oft með hreiðrin sín í þúfum. Þarna er t.d. hrossagaukurinn, lóa, stundum spói og fleiri mófuglar.

Ég spyr:  Er nauðsynlegt að slá svona snemma?  Mætti ekki bíða með þetta þangað til að ungarnir geta bjargað sér undan sláttuvélinni?

Ég skil vel að bændur þurfi að slá þegar þeim finnst tími til.   En að slá "túnin" í Fossvogsdalnum er óþarfi svona snemma.

Má ekki hafa þúfur í dalnum?  Þar er skjól fyrir smáfuglinn. 

Það er ekki nauðsynlegt að hafa allt malbikað eða ræktað og slegið.  Nær væri að útbúa meira skjól í dalnum fyrir þessa tegund af fuglum. Ein leiðin að leyfa þúfum að vera í friði.  Útbúa mætti litla hóla.

Það er ekkert yndislegra en að ganga út í náttúrunni og hlusta á fuglasöng.  Mófuglarnir í Fossvogsdalnum setja sterkan svip á svæðið.


Smá fróðleikur um Bítlanna

Svona smá í viðbót um Bítlanna.  Vissir þú að það verða 40 ár þann 20. ágúst nk. frá því að félagarnir fjórir unnu síðast saman en þá komu þeir saman til að klára lagið "I Want You (She's So Heavy)  (Abbey Road). En þá komu þeir allir saman í upptökuhljóðverinu í Abbey Road. 

En síðasta nýja lagið sem hljómsveitin hljóðritaði var lagið hans Georgs "I Me Mine" af plötunni Let It Be.  Upptakan fór fram í byrjun janúar 1970 án Lennons sem var þá staddur í Danmörku.

 


40 ár frá útkomu Sgt. Pepper's

Í dag, 1. júní, eru 40 ár liðin frá því tímamótaplata Bítlanna, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, kom út. Þessi plata var númer 8 í röðinni.  Það tók þá 129 daga að vinna við gerð hennar.  Byrjuðu 6. des 1966 og platan kom út 1. júní 1967 í Bretlandi og daginn eftir í USA. 

 " Magnum opus" meistaraverk

 


Skólinn

Jæja það er augljóst að skólarnir eru að ljúka störfum þessa daganna.  Nú þegar sjást unglingar í bæjarvinnunni. Mínir krakkar eru alveg að klára skólann sinn en einhverjar fræðslu- og skemmtiferðir eru á dagskrá í næstu viku. 

Síðasta vikan í skólanum er oft hálf vandræðaleg hjá ansi mörgum. Það er verið að skipuleggja ýmsar uppákomur s.s.  fræðsluferðir, leiki, grill og annað sem ólíkt venjubundnu námi.  Allt gott um það að segja en sumt kostar peninga.   Mér skilst að sumar fræðsluferðir kosti frá 800 kr. rútuferð Woundering upp í 4000 kr. hvalaskoðun.  Hvar endar þetta?

En þeim finnst þetta skemmtilegt og er það ekki aðalmálið?  Smile

   


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband