I Want You síðasta lag Bítlanna!

 Sumir halda að Let it Be sé síðasta platan sem Bítlarnir hljóðrituðu en það er ekki svo.  Það var Abbey Road  sem var síðust en hún var hljóðrituð sumarið 1969.  Lögin á Let it Be  plötunni höfðu verið tekin upp á undan.

Eftir því sem ég hef lesið mér til þá spiluðu þeir fjórir saman í síðasta sinn í upptökusal 20. ágúst það sumar, þegar þeir tóku upp lagið "I Want You (She's So Heavy) sem er á Abbey Road plötunni.

En síðasta nýja lagið sem kom út, var lagið  "I Me Mine" eftir Harrison en það var tekið upp af þeim George, Paul og Ringo þann 3. janúar 1970 og sett á Let it Beplötuna.  John Lennon var ekki með á þessu lagi þar sem hann var staddur í Danmörku á sama tíma. 

En eins og fyrr segir þá kom Let it Be ekki út fyrr en nokkrum mánuðum á eftir Abbey Road.    Flókið? 

"I me Mine" var því sett á Le it Be  plötuna.  Blush  Það hefur væntanlega ekki verið búið að fjöldaframleiða lögin (þrykkja á vinyl (CD í dag).

John hafði í raun hætt með hljómsveitinni 20. september 1969 en samþykkt að láta ekki vita að hljómsveitin væri í raun hætt fyrr en búið væri að ganga frá ýmsum málum.

Það var svo Paul sem stal senunni af Lennon þegar hann tilkynnti nokkru seinna að sveitin væri hætt störfum. Ninja

Sem sagt; síðasta lagið:  "I Want You (She's So Heavy) sem fullskipuð hljómsveit.  "I Me Mine" án Johns.

Með fyrirvara um villur. Blush  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtilegir pistlar hjá þér Marinó.

Marta B Helgadóttir, 8.2.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk fyrir það Marta.    Já, Vonandi hefur einhver gaman af þessu.

Marinó Már Marinósson, 8.2.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér. Það eina sem ég vissi ekki var þetta með I me mine og hefði þó átt að vita því ég er búin að lesa nógu margar bækur. Ástæðan fyrir því að Let it be kom út á eftir Abbey Road var auðvitað sú að verið var að bíða eftir myndinni.

Ég er annars vön að segja að ég hafi fæðst nokkrum dögum áður en síðasta plata Bítlanna kom út og það er í september 1969 þannig að ég miða einmitt alltaf við Abbey Road sem síðustu plötuna. Það að Let it be kom út seinna er í raun bara krónologikal tilviljun þannig lagað.

Ég var annars að kíkja á pistlana þína hér að neðan og það var skemmtilegt að sjá þessar myndir. Ég hef komið á flesta þessa staði en þó ekki alla. Ég mæli hins vegar með því að Bítlaaðdáandi eins og þú látir það rætast einn daginn að fara til Englands og þá ekki bara til London heldur til Liverpool. Það er í raun enn áhrifaríkara að fara þangað. Ég gerði það fyrir einum tíu árum og sé ekki eftir því. Það að koma á æskuheimili Pauls (ekki búið að opna heimili Johns þá), sjá æskuheimili hinna, sjá Strawberry fields, Penny Lane, fara í Cavern klúbbinn (þótt mér skiljist að það sé ekki sá sami heldur nákvæmlega,   endurbyggður í sömu götu en hinum megin við götuna), og bara labba um götur borgarinnar. Frábært. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.2.2008 kl. 18:11

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk fyrir innlitið Kristín.   Það er alltaf gaman að grúska í þessu þó svo að það sé fullt af fólki sem veit miklu meira um þetta en ég.  

Ég gleymi því aldrei þegar ég var í skóla þegar ég var ungur og það var spurningakeppni á árshátíð skólans og ég var í öðru liðinu og kennarinn dæmdi hinu liðinu sigur af því að ég svaraði að Abbey Road hefði verið síðasta platan sem hljómsveitin gerði.  En bróðir minn sem veit miklu meira um Bítlanna en ég, hafði sagt mér að Le it Be hefði verið samin á undan Abbey Road.  Ég var lengi tapsár út af þessu.  Tja.... man þetta allaveganna ennþá í dag. 

Marinó Már Marinósson, 9.2.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég skil vel að þú hafir verið tapsár yfir þessu.

Haltu endilega áfram að grúska í þessu. Hverju skiptir hvort aðrir vita meira eða minna. Maður lærir af sumum og kennir öðrum. Svoleiðis er það alltaf. Ég og miðbróðir minn bundust rótsterkum böndum yfir Bítlunum þegar ég fluttist suður til að fara í háskóla og hann bjó þá þegar í borginni. Það eru átta ár á milli okkar og hann flutti snemma að heiman þannig að við höfðum aldrei í rauninni þekkst. En þarna á fyrstu árum mínum í Reykjavík gátum við talað endalaust um Bítlana. Ég hef meira að segja eignast góða vini í gegnum sameiginlegan Bítlaáhuga. Þeir eru heilbrigt áhugamál myndi ég segja.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.2.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já blessuð vertu.  Aldrei hægt að stoppa þegar Bítlarnir eru annars vegar.     

 Iss þetta með spurningakeppnina.  Hef alltaf hlegið af þessu og nefndi þetta við kennarann á þetta þegar við hittumst einu sinni.        Ljótt að fara illa með saklausa nemendur. 

Marinó Már Marinósson, 9.2.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband