Jóla.... hvað?

Sit hér við tölvuna eftir gott spjall við góðan vin í kvöld.  Er að spá í "Jóla-afvötnun"  eða fráhvarfseinkenni,  Pinch  tja.... ég meina hvort ég eigi að klára að taka niður jóladótið eða leyfa því að vera uppi svona fram að þorranum.  Undecided

Eða bara taka eina og eina kúlu niður af og til.    Þá verður verður tiltektin minna áberandi.  Kemur allt í ljós á morgun.  Whistling   Ekki það, að tiltektin hafi þvælst mikið fyrir mér.  FootinMouth

Annars hef ég verið voðalega duglegur að fara í ræktina að undanförnu með dóttur minni. Cool  Frábært að geta farið saman.  Smile  Hún gefur mér sko ekkert eftir.  Blush  Erfiðast var að byrja, en núna er þetta bara gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og gleðilegt ár.  Vildi bara þakka fyrir innlitið til okkar um daginn  ...og segja hversu stolt ég er af ykkur feðginum að vera dugleg að mæta í ræktina. 

Bið voða vel að heilsa, þangað til næst.

Kveðja frá DK.

Íris

Íra píra frænka (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 20:59

2 identicon

Vá, minn maður.........flott hjá ykkur að fara saman í ræktina og já það getur verið erfitt að byrja en svo verður þetta bara gaman

Svona samverustundir má sko ekki vanmeta  

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband