Frábært framtak

Flott hjá FL Group að styrkja Bugl.  Rúmlega 6,3 milljónir króna söfnuðust á þessum styrktartónleikum fyrir Bugl.  Ég veit mjög vel að Bugl er að gera kraftaverk fyrir þau börn sem hafa verið svo lánsöm að komast að.  Ætla svo sem ekkert að fara að skrifa um starfssemina þar, en veit að þar er unnið alveg frábært starf. 

En því miður bíða ennþá alltof mörg börn og unglingar eftir að plássi en vonandi lagast það með auknum áhuga stjórnvalda á þessum málaflokki. 

Oft finnst mér skrítið hversu mörg einkafyrirtæki og einstaklingar þurfa í raun að hjálpa ríkisfyrirtækjum eins og t.d. Bugl, svo að allt gangi upp.  Hví getur ríkið ekki staðið rausnarlega að heilbrigðismálum svo starfsmenn viðkomandi stofnana þurfi ekki eilíft að vera að hugsa um peningana sem fer í að hjálpa sjúklingum sínum?    

Ef sjúkrahúsin eiga að spara t.d. 5-600 milljónir. (sem er í raun smá peningur í allri veltunni) þá spyr maður sig. Hvar lendir sá sparnaður?   Á sjúklingum eða starfsmönnum?  Kannski!


mbl.is BUGL fékk 6 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þetta, mjög gott málefni að styrkja. 

Hefði viljað vera á tónleikunum

Marta B Helgadóttir, 8.12.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband