Erfitt að losna við „skutlið

Smá um um "skutl" með börnin vegna tómstundaiðkunnar og í og frá skóla. Ég var lesa í morgun á mbl.is þar sem Oddný Sturludóttir, nýskipaður formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar er að segja frá sínum sjónarmiðum.  Ég er alveg sammála henni um að hafa skólatímann til kl. 17 og þetta "skutl" er þreytandi og í raun óþolandi.   En hvað gerir maður ekki fyrir börnin.  Þau eru ekki að gera neitt viltaust á meðan. Smile

Ein leiðin eins og hún segir er að að hafa skóla og íþróttamannvirki í göngufæri frá hvort öðru. Tónskólanna líka.  En þetta eru kannski draumórar en fyrsta skrefið er að skipuleggja skólasvæðin þannig að þetta sé gerlegt.  Þetta á sérstaklega við um tómstundir að vetri til, samhliða skólagöngu.    Bæjaryfirvöld eiga að setjast niður og skipuleggja þetta með sínum skólum og félagasamtölum.   Það er líka góð grein um þetta í blaðinu "24 stundir" í dag.

Eitt er skrítið í Kópavogsbæ.  Núna eru tvö stór íþróttahús staðsett í bænum.  Fífan í Smáranum og nýlega var Kórinn opnaður í Kórahverfi.  Stóru íþróttafélögin Breiðablik og HK hafa haft aðstöðu í Fífunni sameiginlega hingað til og Breiðablik hefur verið að byggja upp aðstöðu þar bæði inni og úti.  HK hefur verið að byggja upp smá aðstöðu í Fossvogsdalnum rúmlega 100 metrum frá næsta félagi sem er Víkingur.  HK svæðið nýtist vel að sumri til. 

Þegar Kórinn var svo opnaður þá úthlutaði Íþrótta- og tómstundaráð Kópavogs Kórnum á bæði félögin.  Hefði ekki verið nær að úthluta t.d. Kórnum til HK og Breiðablik hefði verið áfram með Fífuna?

Já það er erfitt að losna við „skutlið" enda er örugglega gott að vinna á besta skreppivinnustað bæjarins. Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband