Furðuleg ummæli hjá forsætisráðherra

Það var hálf skrítið að hlusta á forsætisráðherra í sjónvarpsfréttum í kvöld þegar hún talaði um marklausa kosningu nk. laugardag. Ótrúlegt að ráðherra skuli tala svona um lýðræðisrétt allra landsmanna. Þetta er réttur allra; hvort sem við kjósum Já eða Nei.Ég hefði skilið þetta ef ráðherra í Bretlandi hefði sagt svona nokkuð, bara til að reyna að gera lítið úr þessum rétti okkar. En ekki okkar eigin ráðherra.  Shocking

Langar að vísa á góða bloggfærslu sem ég sá í dag, varðandi kosningarnar:  svavaralfred.blog.is/blog/svavaralfred/entry/1025613/


mbl.is Furðar sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisábyrgð eða ekki

Þessi pólitík.    Fyrir mér er þetta einfalt.  Það verður kosið um hvort eigi að  leyfa ríkisábyrgð eða ekki á greiðslum, vegna tjóns hjá einkabanka.   Woundering
mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það nú

Er það nú.  Angry    Heimta að fá að vita hverjir fengu far með þyrlunni og hverjir urðu að taka strætó í Fjörðinn.  Grin
mbl.is Bikarinn fluttur með þyrlu í Hafnarfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er allt að koma

Bara rétt að minna á mig.     Enda styttist í vorið og um leið í komu farfuglanna.  Smile

Áramótakveðja

Sendi öllum bloggvinum áramótakveðju og von um gott ár sem er að ganga í garð.

Ljósmynd Gunnar B. Ólafsson.  

 

4212540711_aabb9e4516_o.jpg
 
 
 
 
 

Ratsjá á stríðsárum

Þá er komin tími á smá blogg, aðallega til gamans.  Ekkert kreppuhjal hérna.  Smile 

Vissuð þið að þegar Japanir gerðu loftárás á herstöðvar Bandaríkjamanna á Hawaii-eyjum þann 7. desember árið 1941, var 556. ratsjársveit Bandaríska hersins búinn vera með samskonar ratsjá hér á landi í fullri notkun í rúma þrjá mánuði.  

Stöðin á Hawaii var aðeins rekin í tilraunaskyni í nokkrar klukkustundir á dag  þegar japönsku flugvélanna varð vart í ratsjánni. 

Sagt er frá þessu í bókinni Fremsta víglína eftir Friðþór Eydal

Þar segir ennfremur að ratsjársveitin 556. fyrsta bandaríska  loftvarnarsveitin sem tók sér stöðu á ófriðarsvæði í síðari heimstyrjöldinni þegar hún kom hingað til lands og var árangur hennar álitin mjög mikilvægur í stríðinu.     

Með fyrirvara um villur í texta. Blush 


Frábærir góðgerðartónleikar hjá Jethro Tull

 Skellti mér á góðgerðartónleika í gærkvöldi hjá Jethro Tull í Háskólabíó.   Allur ágóði af tónleikunum og aukatónleikum rann til fjölskyldna Vildarbarna og Fjölskylduhjálpar Íslands.  

Ég var mjög spenntur fyrir þessum tónleikum og það má svo sannarlega segja að þeir hafi ekki valdið mér vonbrigðum.   Þeir byrjuðu með því að Andersson sjálfur kom fram og kynnti Ragnheiði Gröndal og hljómsveit.   Það var bara forsmekkurinn af því sem koma skildi.   Frábær söngkona Ragnheiður.  

Síðan kom sjálfur Ian Andresson ásamt hljómsveit og skemmti áhorfendum í tvo tíma.   Það sem kallinn er hress.  Hann hljóp um sviðið eins og unglingur og blés ekki úr nös og bara rétt sextíu og tveggja.  Að vísu var hann ekki í ballettbuxunum en svartar gallabuxur dugðu. hehe.   En hann er ótrúlega flottur spilari, bæði á gítar og flautuna.   Það er hreint unun að sjá þessa fullkomnu blöndu spilamennsku, gleði og sviðsframkomu.   Röddin er enn í fínu lagi þó svo að hann nái kannski ekki efstu tónum en hann lagði alltaf lagið svo það hentaði honum og fyrir áhorfendur var þetta bara augnakonfekt þar sem hann tyllti sér á tær og lyfti sér upp í efstu tónunum.  

Ian er klókur tónlistarmaður sem heldur sér á jörðinni.  Er vel að sér í málum þar sem hann kemur.  Hann sagðist hafa kynnt sér íslenska tónlist og finnst margt í gangi hér.   Einhversstaðar las ég að honum þóknaðist betur það sem stelpurnar væru að gera í tónlistinni en strákarnir.  Held reyndar að það sé mikið til í því.  Hvað um það en hann valdi að bjóða þremur stelpum að spila með sér.   Ragnheiður Gröndal hitaði upp.  Síðan kom ungur fiðluleikari Unnur Birna, fram með félögum og lék í nokkrum lögum þeirra.   Dísa söng tvö frumsamin lög og annað í félagi við Andrersson.   Meiriháttar flott.   

 tull_003.jpg

Ég fann á netinu að gítarleikarinn, Florian Opahle , sem er þýskur, sé að leysa Martin Barre af vegna veikinda. Þessi ungi gítarleikari var ótrúlega góður. Allt sólóið hrikalega smart.  Þeir Florian og Ian eru búnir að vinna saman síðan 2003.   Sama má segja um hina í bandinu; Dave Goodier bassaleikari ( búinn að spila með Ian síðan 2002), John O Hara, hljómborðsleikari (byrjaði að spila með Ian 2003) en ég fann ekkert um Mark Mondesir sem er gestatrommari í bandinu.  Allir spiluðu þeir óaðfinnanlega.  

Þessir tónleikar voru að mínu viti skemmtilegir og persónulegir.  Runnu af stað rólega og alltaf gaman að hlusta á Andersson spjalla inn á milli laga og gera grín af sér og félögum sínum í léttum dúr.   Ég er ekki viss um að allir sem voru í salnum hafi áttað sig á hvílík goðsögn þarna var að spila en börnunum mínum þótti þessir tónleikar skemmtilegir.  

Ef ég ætti að setja út á eitthvað þá er það helst að Háskólabíó verður seint talið til tónlistarhúsa.   Einn ókosturinn er að það er ekki pláss fyrir hljóðmeistarann út í sal og hann varð því að vera til hliðar á sviðinu.  Fyrir vikið heyrir hann ekki tónlistina eins og áhorfendur.  Mér fannst heyrast of mikið í bassatrommunni en of lítið í bassaleikaranum.  Ég var búinn að hlakka til að hlusta á hann því bassaspilið í flestum Jethro Tull lögum er djassaður og frekar flókinn.  

En þessir tónleikar voru hreint út sagt frábærir og góð skemmtun.  

Næst vil ég sjá Ian Andersson með Sinfóníusveit Íslands.   Cool

 


Høgni Hoydal gagnrýnir Norðurlöndin

"Færeyski stjórnmálamaðurinn Høgni Hoydal lýsti í ræðu í danska þinginu í vikunni miklum vonbrigðum með viðbrögð Norðurlandanna við fjármálahruninu á Íslandi."

 

 

Flottur.    Færeyingar mínir menn.    Smile


mbl.is Høgni Hoydal gagnrýnir Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegt

Frábært lag og myndin ekki síðri  svona fyrir svefninn

Uppruni: www.youtube.com
Shot by: http://jonrawlinson.com The music is "Please don't go" by Barcelona. PLEASE BUY THIS SONG ON iTUNES: http://bit.ly/1zAVu Barcelona's website: http://www.myspace.com/barcelona Follow me on Twitter ...

 


Leit

Ætli lögreglan hafi kallað út aukamannskap til að leita að þessum gæja, sem misnotar matvælin svona?   Whistling


mbl.is Sást skvetta málningu á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband