Ja hérna

Þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina hefur verið dreift á Alþingi.

Hvað er að þessum mönnum? Pouty Það er ekki einu sinni búið að setja niður hvernig á að koma hreint til verks eftir bankahrunið.  Ætla menn virkilega að rjúka í kosningar strax?   Sömu menn á lista og alles.

Hvað ef tillagan verður felld?   Bera hana aftur fram í vor og síðan aftur næsta haust?   Nei,  ég vil bíða með þetta um sinn og ná andanum áður en menn rjúka til núna, bara til að reyna að ná völdum að því virðist.   Errm  Menn ætla greinilega ekkert að reyna að koma krónunni á flot.   

Maður spyr sig: Á að kjósa í hvert sinn sem skoðannakönnun er einhverjum hagstæð?   


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

held að tillagan hafi verið borin fram til að liðið færi nú að svara ýmsum spurningum og lufsist til að athuga sinn gang. það verða varla kosningar í desember en sennilega í vor þegar þetta róast eitthvað aðeins og ríkisstjórnin búin að skuldsetja okkur og börnin okkar næstu fimmtíu árin.

svo kom það nú alltsaman fram í fréttum hversvegna fjármálaeftirlitið er í felum, hversvegna blaðamannafundir færðust frá morgni yfir á síðdegi o.s.fr. enda einhver norkur hermálasérfræðingur að fá helling fyrir að segja geir hvernig hann á að haga sér. gott ef hann var ekki fjármálaráðgjafi hjá glitni áður.

æ, marínó. kjósum nú vinstra vor ha. ekkert helv kjaftæði.

arnar valgeirsson, 21.11.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já, þetta var hálf fyndið í kvöld.      Maður mætir alla veganna til að krossa við eitthvað af viti ef það verður kosið.

Marinó Már Marinósson, 21.11.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það má auðvita ekki fara í kosningar strax. Fyrst þarf að rjúfa þing og mynda NÝJA þjóðstjórn og þegar búið er að búa til nýtt afl, þá er fínt að kjósa.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband