Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Evra, $ eða króna?

Íslensk stjórnvöld hyggjast ganga í ábyrgðir fyrir Icesave-reikninga fyrir upphæðir upp að 21.000 evrum, um 3,6 milljónum króna, á hverjum reikningi.   Þetta var sennilega skásta setningin sem ég fann í dag á útskýringu á fyrirhugaða lántöku ríkisins.  

Það er svolítið fyndið að hlusta á ráðamenn okkar tala um lán sem þarf að taka á næstunni en þeir tala alltaf um milljarða en við þurfum oftast að geta í eyðurnar hvor þeir eiga við evru, dollar eða krónu. 

Annars held ég að þeir vilji ekki tala um krónur því það stuðar fólk því þá er upphæðin svo há og meiri sársauki að heyra sannleikann.   Alla veganna fyrir þá.   Whistling  Kannski eiga þeir í smá vandræðum að þylja upp alla þessa upphæð í krónum? Smile  Einnig held ég að þeir vilji bara venja sig á að tala í evrum eða dollar.   Smile    Enda sagði ég að krónan kæmi upp um skuldafenið sem við eru föst í, enda engin smá upphæð.     Það er ekki öll vitleysan eins.   Whistling


Hver á nú að halda uppi húmornum á þingi?

Ja hérna!  Á öllu átti ég von en ekki þessu.    Guðni átti ekki sök á öllu því sem komið er en hann er drengur góður.  Það verður söknuður af honum á þingi. 

Þar sem þing kemur saman,  er ekkert lengur gaman. 


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt ef rétt reynist

Ég trúi því ekki að utanríkisráðherra sé að vinna svona á bak við tjöldin en ef rétt reynist þá er þetta mjög alvarlegt mál.  

Ég spyr bara í ljósi nauðungasamninga varðandi Icesave: Haldið þið virkilega að Evrópusambandið verði betra við okkur þegar við erum komin inn í ESB?

bretar verða fljótir að heimta aðgang að fiskimiðum okkar og ég tala nú ekki um hugsanlega olíu.

Ég er hikandi varðandi EVRU og ESB eins og er miðað við hvernig komið er fram við okkur.    Icesave og lánið voru tveir óskildir hlutir en við þvinguð til að njörfa þetta saman að undirlagi breta.   

 


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafverk Bítlanna

Paul McCartney segir að kominn sé tími til að tilraunaupptaka sem Bítlarnir gerðu árið 1967 fái að hljóma fyrir allra eyrum. Verkið heitir „Carnival of Light“ (Ljósahátíð) og tekur 14 mínútur í flutningi.

Þetta mun hafa verið 5. janúar 1967 sem þeir fluttu þetta í EMI stúdíoinu í London en þeir voru að vinna í laginu "Penny Lane" bæði 4. og 6. jan.  Þannig að þeir hafa tekið smá pásu frá plötugerð sinni til að flytja þetta rafverk.  

Þess má geta að þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem Bítlarnir hafi tekið upp svona tónlist ef hægt er að tala um tónlist en þarna er nær eingöngu tilraunaverk fyrir þá sjálfa og ekki hafi átt nota á neina plötu.   Verkið er í raun eftir Paul.  John notaði svipaða tilraun í Revolution 9 sem var gefin út í lok árs 1968.   Þarna er um að ræða alls konar rafhljóð, trommur, hljómar úr orgeli, vatnshljóð og svo framkalla þeir Paul og John alls konar hljóð.    Orðin "Are you alright?" og "Barcelona!"  hljóma oft í þessu verki.   Það verður gaman að hlusta á þetta ef það verður gefið út.  Eitthvað fyrir aðdáendur þeirra.   Sem betur fer er enn til fullt af óútgefnu efni frá Bítlunum.   


mbl.is Óþekkt tilraunaverk Bítlanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt hlutskipti

Verð nú að segja að mér finnst þetta hálf dapurlegt hlutskipti okkar í þessari deilu.   En líklega varð að semja um þetta en þetta er algjört ippon bretum í vil.   

Fyrir mér er þetta eins og skulda mafíósum og fá lán hjá þeim til að borga þeim til baka með afarkostum.  Að Ingibjörg Sólrún og Geir skuli vera ánægð með þetta,  vitandi ekki einu sinni hve ávísunin er há sem við þurfum að borga, segir bara sitt.   úffffffff


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðmál og mínar vangaveltur

Ég er einn af þeim sem hugsa mikið um þjóðmálin í dag. Skrítið.  Whistling   Ekki það að ég hafi mikið vit á þeim en ég hef skoðun eins og allir aðrir.  Woundering

Ég vil ekki að ríkið taki stórt lán.    Ég er hræddur við alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þau öfl sem þar eru á bak við.    Ég vil að þjóðin reyni að skapa eins mikil verðmæti og hægt er reyni að snúa vöruskiptum við.   Seljum meira en við kaupum.  Cool

Ég vil að við skoðum inngöngu í ESB gaumgæfilega áður en sú ákvörðun verður ofan á.   Hverju munum við ráða með eitt atkvæði af tuttugu og átta?    bretar munu greinilega þjösnast á okkur eins og þeir geta. Dæmin hafa sýnt það. Angry   Ég vil setja íslensku krónuna á flot svo við fáum raunhæfa krónu í takt við veruleikann þó svo að það verði sárt en það mun jafna sig og við munum ná okkur upp úr þessu.  

Ríkið á að draga úr framkvæmdum nema þar sem mannþörf er  svo ekki verði meira atvinnuleysi.  

Svo vil ég kosningar en ekki fyrr en næsta haust því annars fáum við bara sama fólkið í stjórn.   Flokkar munu ekki ná að skipta út ef kosið yrði t.d. í vor.   Það á að skipta út forustufólki í Seðlabankanum, á alþingi og Fjármálaeftirlitinu því að peningastefnan hér á landi hafi brugðist hrapalega eins og allir vita.    

Við getum komist út úr þessu ástandi en það mun kosta sitt.   Kaupum íslenskt ef við getum.   Við getum þetta.

Áfram Ísland.  Smile


Var þetta kannski bara rangur misskilningur?

Var þetta mál ekkert mál eftir allt saman? Pinch Það var alltaf sagt að eignir í bretlandi nægðu fyrir skuldum en það virtist enginn ráðamaður vilja halda því á lofti.  Angry  Á nú allt í einu að semja við umheiminn að undirlagi breta sem ætla sér að hafa sitt í gegn? Kannski var þetta rangur misskilningur

Hvað með skaðann sem bretar hafa valdið okkur?  Ætli Geir og Ingibjörg þori, úr þessu, að fara í mál við þá?  Nei, ég held ekki.  Smile 

Enda finnst mér tónninn vera:  breskar þotur skulu fá að nota Ísland sem æfingasvæði í desember hvað sem hver segir enda má ekki styggja breta.   

já já það er mikill hæðnistónn í þessu hjá mér. Whistling   Það má.      Sjálfsagt leysist þessi deila en fyrir mestu að skuldirnar lendi ekki á okkur.  


mbl.is Milliríkjadeilunni verður að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tuttugu ný sérfræðistörf við álverið í Reyðarfirði

Þetta eru góðar fréttir.   Allt að tuttugu ný sérfræðistörf skapast fyrir austan við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.     Vonandi verður þetta til að fleiri störf skapist í kringum þetta verkefni fyrir austan.  
mbl.is Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það veit ekki á gott

Það er greinilegt að Geir ætlar ekki að standa við orð sín.  Nú ætlar hann greinilega að semja við breta og Hollendinga.  bretar eru greinilega búnir að knésetja Geir og Ingibjörgu S með baktjaldavinnu og greinilegt að Norðurlandaþjóðirnar ætla að pína okkur að semja um þetta Icesave mál við breta.  Það á að láta málið fyrir dómstóla því ég er sammála sumum að ábyrgðin sé breta þar sem þeir settu hryðjuverkalög á LI-bankann.

Það er verst að þessir sömu flokkar sem nú eru við völd græða á hugsanlegum kosningum í vor því ég held að það sé því miður of snemmt að kjósa strax þó svo ég vildi glaður skipta út þessum ráðherrum fyrir eitthvað allt annað.   Ég er reiður.   Angry


mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framlenging á leik

"Það stendur yfir framlenging og staðan jöfn"  sagði  þulur RÚV sagði í kvöld.   

Bíddu!!   Stendur ekki yfir einhver leikur sem þá er væntanlega búið að framlengja?    Nei ég bara segi svona.   Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband