Þau ættu frekar að hlusta á Tryggva Þór

Forsætisráðherra segir tillögur Tryggva Þórs Herbertssonar til lausnar á vanda heimilanna arfavitlausar og sýna það að kosningayfirboðin séu komin á fullt. Fjármálaráðherra segist vera farin að skilja af hverju bankinn sem Tryggvi rak gekk ekki nógu vel.

Hvað er að þessu fólki? Shocking Eru þetta ekki bara tillögur hjá honum?  

Hvað veit Steingrímur hvernig Tryggvi stjórnaði sínum banka?   Mér finnst þau, því miður, vera komin niður á sama plan og þau ásökuðu Davíð O um á sínum tíma.   Jaðrar við að þetta sé hrokafullt af þeim.

 

Mér finnst að þau ættu að skoða þessa hugmynd áður en þau afgreiða hana sem kosningaútspil og þar með vonlaust mál.   


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ég að misskilja eitthvað hér? Afhverju er fólk að taka undir þessa óráðstillögu mannsins? 20% af skuldum heimilia og fyrirtækja! Þeir sem lifðu um efni fram, keyptu hallir og tóku lán fyrir herlegheitunum eiga nú samkvæmt þessum jólasveini að fá 20% niðurfellingu skulda! Það gæti skipt milljónum sem þeir fengju í hreina gjöf! Hvað með mig sem lifði ekki um efni fram. Keypti venjulegt hús án þess að taka lán uppfyrir haus. Fæ ég þá engar milljónir? Á að refsa mér fyrir að fjárfesta af skynsemi og hyggla óráðsíufólki? Afsakaðu en ég neyðist til að taka undir orð forsætisráðherra. Þetta er arfavitlaust og þá er virkilega vægt að að orði komist!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

las blogg frá Lilju Mósesdóttur það hljómaði mjög sanngjart til að laga þessa stöðu sem margir eru í þó þeir hafi ekki farið á neitt flipp

Guðrún Indriðadóttir, 18.3.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband