Göngutúr í myrkrinu

Smá blogg fyrir kvöldið. Skellti mér út í rigningarúðann seint í kvöld eftir að hafa horft á borgarfundinn í Háskólabíó í kvöld. Mikið er nú gott að labba í hressandi haustveðrinu, já og nóvember að klárast en samt eins og það sé september.  InLove

Þó að það sé snjólaust þá er varla hægt að tala um myrkur hér á höfuðborgarsvæðinu.  Ljósin sjá til þess.  FootinMouth

Hrafninn fékk að sjálfsögðu skammtinn sinn en hann hefur notið góðs af matarafgöngum undanfarið.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek undir það Marinó. Það er fátt eins hressandi og göngutúr í rigningarúða.

Ágúst H Bjarnason, 25.11.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Logn - úði og myrkur! Það gerist varla betra veður að vera úti í!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 19:09

3 identicon

Gott hjá þér að gefa krumma vini mínum, fallegir og skemmtilegir fuglar.  Við vorum með pall hér úti í garði og gáfum þeim í langan tíma, allt þar til kisurnar í hverfinu voru farnar að verða ansi frekar á matinn. Það var yndislegt að fylgjast með þessum fallegum fuglum þegar þeir voru að láta vita að nú væri komin biti á pallinn. Sakna þeirra.

Já, það er fátt betra en góð kvöldganga.....svona rétt fyrir svefninn. Ég fer alltof sjaldan í góða kvöldgöngu :(

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband