Rafverk Bítlanna

Paul McCartney segir að kominn sé tími til að tilraunaupptaka sem Bítlarnir gerðu árið 1967 fái að hljóma fyrir allra eyrum. Verkið heitir „Carnival of Light“ (Ljósahátíð) og tekur 14 mínútur í flutningi.

Þetta mun hafa verið 5. janúar 1967 sem þeir fluttu þetta í EMI stúdíoinu í London en þeir voru að vinna í laginu "Penny Lane" bæði 4. og 6. jan.  Þannig að þeir hafa tekið smá pásu frá plötugerð sinni til að flytja þetta rafverk.  

Þess má geta að þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem Bítlarnir hafi tekið upp svona tónlist ef hægt er að tala um tónlist en þarna er nær eingöngu tilraunaverk fyrir þá sjálfa og ekki hafi átt nota á neina plötu.   Verkið er í raun eftir Paul.  John notaði svipaða tilraun í Revolution 9 sem var gefin út í lok árs 1968.   Þarna er um að ræða alls konar rafhljóð, trommur, hljómar úr orgeli, vatnshljóð og svo framkalla þeir Paul og John alls konar hljóð.    Orðin "Are you alright?" og "Barcelona!"  hljóma oft í þessu verki.   Það verður gaman að hlusta á þetta ef það verður gefið út.  Eitthvað fyrir aðdáendur þeirra.   Sem betur fer er enn til fullt af óútgefnu efni frá Bítlunum.   


mbl.is Óþekkt tilraunaverk Bítlanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband