Ólafur Stefánsson

Var að hlusta á viðtalið við Ólaf Stefánsson handboltamann og heimspeking í þættinum Sunnudagskvöld með Evu Maríu áðan.   Þetta var hreint út sagt frábært viðtal.  Þessi maður er bara einstakur karakter og fær mann virkilega til að hugsa.   Það ætti að ráða hann á stundinni hingað heim til að stappa jákvæðum hugsunum í þjóðarsálina.  Smile  Tala nú ekki um hugmyndir hans um skólamál.  

Það er allt hægt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Hann var frábær Marinó, svo ótrúlega mikill karakter.

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.10.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svo sammála.....algerlega frábær og flottur pælari. Svona fólk nenni ég sko að hlusta á.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já, það var ýmislegt í þessari umræðu. Hinsvegar var spyrillinn allt of oft eitt spurningamerki þegar Ólafur sneri hausnum út og suður og rang hvoldi í sér augunum. Hún vissi varla hvert hann var að beina umræðunnii eða þannig sko. Margt í þessu en svona spurningaþátt þarfa að klippa til og birta með skýringum þannig að þetta komist til skila.  Efnið ágætt en framsetningin afleit.

Sigurður Sigurðsson, 26.10.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég er enn að hugsa um þennan þátt. :)  

Já, kannski? Sigurður en ég upplifði reyndar Evu þannig að Ólafur hafi komið henni sífellt á óvart og svo var þessi þáttur í raun mjög einlægur og heiðarlegur og laus við allt pjátur.   Kannski þarf bara að gera sér þátt um þessar pælingar þeirra félaga? 

Marinó Már Marinósson, 26.10.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér fannst einmitt Eva koma furðu minni svo vel til skila... Ólafur er djúpur en samt kemur hann því sem hann er að spá svo vel til skila.

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 22:21

6 identicon

Þarf að sjá þáttinn, ætla að leita hann uppi :)

Gaman að sjá þig blogga á nýjan leik....

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:53

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég naut þess vel að hlusta á Ólaf.  Hann er mjög óvenjulegur, en frábær.

Ágúst H Bjarnason, 28.10.2008 kl. 17:27

8 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Ég missi alltaf af honum þegar hann er í þessum snilldar viðtölum, misti af bíbinu og þessu.  Linda ef þú finnur hann láttu mig endilega vita :)

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:14

9 identicon

Ha ha Ég sá þáttinn og hann var frábær .  Ég er svo innilega sammála honum með skólamálin, Óli er bara frábær týpa.

Gulla (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband