Byggjum upp kvennafótboltann með stæl

Valskonur blómstra þessa daganna.   Það liggur við að hver einasti leikmaður skori í hverjum leik þarna úti.  

Nú eigum við að feta í fótspor Svía og Norðmanna og setja mikla peninga í uppbyggingarstarf í kvennaboltanum.  Þar eigum við mikla möguleika.   Ég er sannfærður um að landslið kvenna mun komast á flest stórmót í framtíðinni ef rétt er á haldið utan um þetta og er nokkuð viss um við munum þá fljúga inn á HM í framtíðinni.  Margrét Lára er nú þegar í heimsklassa svo og nokkrar aðrar stelpur.  Áfram stelpur.


mbl.is Lauflétt hjá Val sem fer í milliriðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála þessu, þær eru flottar í boltanum stelpurnar.

Marta B Helgadóttir, 9.9.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Þarna þarf að breyta miklu. Færa fjármagn úr karlaboltanum og hefja alvöru sókn að því að kvennalið Íslands í knattspyrnu verði fastagestur í úrslitakeppni Evrópu- og heimsmeistaramótanna. Þrátt fyrir að við tökum Skotana 3-0 á morgun þá er karlaboltinn svo fjarri því að vekja á okkur athygli á heimsvísu.

Þorsteinn Egilson, 9.9.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Tek undir þetta sjónarmið Marinó, enda tengdur kvannafótboltanum

Ágúst H Bjarnason, 9.9.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Mér hefur alltaf þótt forráðamenn KSÍ vera huglausir gangvart kvennaboltanum.   Það var altalað að stelpurnar í landsliðinu hefðu þurft lengi vel að safna fyrir nánast öllu hér áður fyrr.   Ég veit ekki betur en að þær hafi sjálfar átt frumkvæðið að frægu auglýsingunum sem vöktu óskipta athygli og þegar fólk mætti til að styðja við þær, eftir að þær auglýstu sjálfar, þá ruku KSÍ menn til og fóru allt í einu að rukka aðgang að leikjunum þeirra.   Þær hafa lengi þurft að hafa fyrir hlutunum en vonandi er það að breytast.  

Nú verður einhver sár en nú er lag.

Marinó Már Marinósson, 9.9.2008 kl. 13:50

5 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Góður !!!!!!!

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:18

6 identicon

heyr heyr.    Veist alveg hver mín afstaða er í þessu máli.  Ég og mín ætt hjáð margan bardagann við KSí og félagsliðið mitt f.h.  kvennaboltans.  

Anna Bee (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:34

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hefur einhver heyrt af því að fyrstu deildar lið í karlaflokki selji klósettpappír og baki kökur á bazar til að fjármagna keppnisferðir og æfingar?

Ekki?? Ekki ég heldur... Þetta er hins vegar alþekkt í kvennaboltanum!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 18:37

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... ég sé það núna að þú varst búinn að segja þetta! Svona er að lesa ekki komment sem komin eru og rjúka bara hugsunarlaust í að athugasemdast.....

Jösses - ég er að verða eins og ónefnd sjónvarpsstjarna

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 18:38

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þóra.    Ég er það alltaf.  LOL

Já Anna  var einmitt hugsað til ykkar.

 Hrönn:   Þér er fyrirgefið þetta með gleði.   

Marinó Már Marinósson, 10.9.2008 kl. 20:33

10 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ágúst!  Ég kíkti á linkinn hjá þér.  Klárar stelpur.  

Marinó Már Marinósson, 10.9.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband