Gullmóti í frjálsum

Var að horfa á Gullmótið í frjálsum núna í þessum skrifuðum orðum:)   Sem er svo sem ekkert merkilegt en það er hrein unun að hlusta á þá félaga, Valtýr Björn og Sigurbjörn Árna, hjá Rúv lýsa leikjunum.   Sigurbjörn Árni Arngrímsson, annar þulurinn, er frábær og ótrúlega fróður um allt og alla sem eru á þessum mótum. Þegar einhver spennandi hlaup eiga sér stað þá er hann alveg ótrúlegur í æsingnum.   Kapparnir á Stöð tvö komast ekki nærri honum í æsingi og þó er hægt að skilja hvað hann er að segja.  

Á þessu móti er keppt er í fjölmörgum greinum á hverju gullmóti, en tólf þeirra eru gullgreinar ár hvert, sex karla og sex kvenna. Þeir keppendur sem sigra í sinni grein á öllum mótunum hljóta hlut í gullpottinum þar sem eru háar fjárhæðir. Til að fá hlut í gullpottinum þurfa sigurvegararnir líka að keppa á Lokamóti frjálsíþróttamanna sem haldið verður í Mónakó í september.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála þér! Það er ekki hægt að finna skemmtilegri lýsingar á hlaupum!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband