Eru fleiri dýr á lífi?

Nú er spurningin hvort ekki fleiri dýr einhversstaðar á vappi þarna fyrir norðan?  

Leitt hvernig þetta fór í dag og eitthvað hefur þetta kostað.   En ég segi bara: Eins gott að ekki varð stórslys áður en dýrið fannst.    En hvernig komu dýrin til landsins og hve lengi ætli þau séu búin að vera hér á landi? Hvenær var ísinn síðast hér við land?

Hvað ætli Árni Finns og félagar segi við þessu núna?   Whistling


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

það var nú talað um að nýlega hefði verið ísrönd hér 75 sjómílur frá landi. en einstaka jakar hefðu flotið eitthvað nær...

þessar skepnur geta synt 300 km væni minn, þ.e. frá Grænlandi til Íslands, stystu leið.

Mér finnst gott mál ef hægt er að bjarga þeim og koma "heim til sín" en það er engan veginn hægt að hafa þau hér, svona á trítlinu um landið.

Í fyrsta lagi er ekki gott að vera  einhvernsstaðar með veiðistöng þegar þetta birtist og dýrin leita auðvitað í eitthvað matarkyns. jebbs, og þú veist að matseðillinn er allt mögulegt. en ég skil vel að þeir hafi skotið dýrið þegar það hljóp til sjávar, því ekki má drepa það syndandi og ekki veit maður alveg hvar það hefði komið í land aftur.

get samt lofað þér því að það hefði sko ekki verið á grænlandi.

en tvö svona um mitt sumar er alveg nóg og pínu skrýtið.

arnar valgeirsson, 18.6.2008 kl. 01:28

2 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

já þetta var alveg magnað, aðaldjókurinn í gögnguferðum hefur verið: ætli það sé ísbjörn hérna.

Æ það hefði nú samt verið gaman að ná honum á lífi og koma honum til baka, það voru e-h búnir að bjóðast til að borga brúsann, svo það er bara gott.

Er samt MJÖG fegin að það sé ekki mikil hætta á isbjörnum á mínum fjöllum :)

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 18.6.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

það segi ég satt, ekki vildi ég mæta ísbirni vil helst skoða þá í dýragarði þar sem þeir eru hættulausir eða þannig.  Þeir eru það náttúrulega aldrei en ná ekki í mann þegar þeir eru í búri

Guðrún Indriðadóttir, 18.6.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Þóra mín þú gætir nú rekist á íshelsta .....

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

ég meinti ís-hesta

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:31

6 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Herdís það er rétt :) Þeir eru víða :)

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 23.6.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband