Byggingavinna í hjáverkum

Hef áður sagt frá smíðavinnunni sem ég er í hjá bróður mínum.   Í dag var stór dagur hjá okkur, því við brutum niður vegginn sem skildi að nýbygginguna og íbúðina.   Heilmikið puð en við nutum aðstoðar frá mági okkar enda sá fílefldur. Smile  Svo nú erum við farnir að sjá fyrir endan á þessu.   Næst er að klára að mála. tengja rafmangið og leggja parketið. Jú svo er smávinna eftir í bárujárninu en sú vinna er nánast búin líka. 

Ég hef reyndar ekkert komið nálægt málningunni eða rafmagninu. 

Svo það hefur verið nóg að gera,  en maður má nú ekki gleyma uppeldinu á börnunum mínum tveimur en þau hafa verið ótrúlega þolinmóð á þessum þvælingi hjá mér.  En mikið er nú gott að geta hjálpað öðrum.   

Þar sem ég er svona upptekinn út í bæ þá þyrfti ég eiginlega að kaupa mér svona eina ryksugu sem er eins og gæludýr: Whistling  Hún hreinsar húsið á meðan ég er vinnunni og fer í hleðsludallinn sinn þegar hún er svöng; nei ég meina þegar hún er að verða rafhlöðulaus.  Vandamálið er að hún kostar mange penge (að mér skilst) eða í kringum 50 þúsund krónur. Whistling  En hvað er það ef hún stendur sig vel. LoL  Hún er líka klók sem köttur því hún lærir víst hvar mestu óhreinindin voru síðast þegar hún fór yfir svæðið og hvar er óþarfi að hreinsa.  Erum við ekki eins?  Erum ekkert að hreinsa aftur og aftur þar sem er aldrei skítur.   Svo held ég líka að hún sé finn félagi fyrir köttinn.  Þannig að........... Grin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Já veistu Marinó, ég held að þetta sé nákvæmlega tækið sem maður á að fá sér. Reyndar sammála að þetta kostar smá slatta en ef hún virkar og er ekki ónýt eftir 1-2 ár, þá myndi ég telja að þarna væri peningum vel varið. Fólk kaupir sér uppþvottavélar á 80-120.000 til að vaska upp, maður rennir bílnum í gegnum þvottastöð ca 8 sinnum á ári fyrir samtals ca 25.000, Hvað er þá að þessu?

Steini Thorst, 28.4.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tekurðu nokkuð að þér málningarvinnu í heimahúsum fyrir fólk?

Marta B Helgadóttir, 1.5.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hef stundum málað en það þarf mikið til að koma mér af stað eins og þú veist nú vel, Marta mín. 

Marinó Már Marinósson, 1.5.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband