Oddaflug

Jæja, nú finnst mér vorið vera komið.  Sá fyrstu gæsirnar á þessu ári koma í oddaflugi inn yfir Reykjavík núna í kvöld  um kl. 21.   Þarna var um  stóran gæsahóp að ræða.  Hafa örugglega verið yfir hundrað gæsir.  Þar sem þær komu fljúgandi úr suðri yfir höfuðborgarsvæðið, þá geri ég ráð fyrir að þær hafi komið upp að landinu við Reykjanes. Hafa trúlega eitthvað borið af leið vegna vindátta.  Þær flugu hátt yfir og sveigðu svo upp í Mosfellsdalinn. Það má reikna með að þær hafi verið búnar að vera á stanslausu flugi í ca 30- 40 tíma, frá því að þær lögðu af stað frá Bretlandseyjum.   

Algengast er að farfuglar komi fyrst upp að landinu á svæðinu frá Lóni og suður í Vík en vindáttir bera þá oft af leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

... og þú hefur fengið vatn í munninn.....

arnar valgeirsson, 10.4.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Svelgdist á því ég góndi svo upp í loftið.    Verð örugglega með hálsríg á morgun.   

Marinó Már Marinósson, 10.4.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Steini Thorst

Mér fannst sumarið komið um síðustu helgi þegar ég skellti mér loksins á línuskauta. Hins vegar fékk ég staðfestingu í gær þegar hunangsfluga á stærð við skógarþröst réðist á mig. Henni fannst hálsmálið á mér eitthvað girnilegt til búsetu.

Steini Thorst, 11.4.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Flugan hefur viljað velja bústað sinn úr gulli enda ekki vitlaust eins og íbúðavirði okkar virðist vera talað niður af Seðlabankanum. 

Marinó Már Marinósson, 11.4.2008 kl. 20:22

5 identicon

Frábært sjá þessa flottu fugla í oddaflugi, þeir eru svo fallegir

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband