Neil Aspinall rótari og vinur Bítlanna látinn

Einn af þeim sem komu hvað mest við sögu hjá Bítlunnum, Neil Aspinall, er látinn.   Eins og kemur fram á mbl.is þá var Neil ein aðal gæinn sem hélt Bítlunum saman og einn af þeim fáu sem reyndist vinur þeirra allra sem og auðvitað George Martin og Malcolm 'Mal' Evans (f. 27. maí, 1935 - d. 5. jan. 1976) sem var aðal framkvæmdastjórinn, rótari, lífvörður og vinur þeirra og fylgdi þeim allan ferilinn.

aspinall

Neil var í sama bekk og Paul McCartney þegar þeir voru 12 ára en það var George sem kom honum að sem starfsmanni (fyrst sem bílstjóri).   Neil ætlaði að hætta að vinna með sveitinni þegar Pete Best (trommari) var rekinn úr henni af Brian Epstein og Ringo var ráðinn í staðinn.  Ég las einhversstaðar að Pete Best hefði hvatt Neil til að vera áfram með Bítlunum en Neil var mjög ósáttur við þetta.   Þess má geta að Neil eignaðist barn með Monu Best, systur Pete.    Lítill heimur.  


mbl.is Neil Aspinall látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Skrítið að sjá hvað fólkið frá þessum tíma er smám saman að hverfa rétt rúmlega sextugt. Tveir Bítlanna horfnir, Epstein, Evans, Aspinall allir horfnir...

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.3.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Lifnaðurinn á Bítlaárunumm hefur örugglega ekki hjálpað til?

Marinó Már Marinósson, 24.3.2008 kl. 17:36

3 identicon

Gleðilega páska kæri vinur.....eða það sem eftir er af þeim 

Auðvitað hefur óhollt líferni áhrif, ekki spurning. Var einmitt að horfa á myndin um Jonny Chas í gær og ekki var hans lifnaður til fyrirmyndar, flottur kall sem á mörg flott lög.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 18:37

4 Smámynd: arnar valgeirsson

hef samt grun um að hann hafi átt ágætis líf kallinn. en blessuð sé minning hans.

marino.... hvusslax er þetta. tónlistarfólkið sem við fílum er að hrynja niður hvert á fætur öðru. og það af ELLI......

sjitt.

og aftur sjitt. líst ekki á þetta. hélt ég væri varla kominn í hálfleik en svona er þetta.

arnar valgeirsson, 25.3.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Arnar   Þetta er rétt að byrja hjá okkur enda ungir og sprækir.  Svo þekkjum við ekki neitt hass til að flækja þetta.   

Marinó Már Marinósson, 25.3.2008 kl. 17:45

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...skal viðurkenna fáfræði mína, hef bara aldrei heyrt hann nefndan.

Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 17:19

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 20:44

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Neil Aspinall var sá sem barðist hvað mest fyrir hönd Bítlanna (Apple corps) í deilum við Apple computer fyrirtækið um (EPLI) merkið sem var vörumerki og nafn á fyrirtæki Bítlanna enda framkvæmdastjóri sveitarinnar eftir að Brian Epstein féll frá 1967 en hann tók við því starfi ári síðar.

Bítlarnir töpuðu að vísu málinu gegn Apple computer í rétti árið 2006 en Neil náði samkomulagi fyrir tölvufyrirtækið um merkið ári síðar (2007) skömmu áður en hann fór á eftirlaun, (ef ég fer rétt með).

Marinó Már Marinósson, 27.3.2008 kl. 21:21

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já ég sá þetta og finnst þetta gott framtak.  En ég veit ekki hvort það er gáfulegt að mála í frosti?   En um að gera að hreinsa til því mér finnst miðbærinn vera eins og kofahverfi í stórborg með þessu veggjakroti. 

Tala nú ekki um tjónið sem hefur hlotist af þessu "bullkroti" undanfarin misseri.

Marinó Már Marinósson, 27.3.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband