Rólegheit yfir hátíðarnar

Smá dagbókarfærsla 

Tók mér frí tvo daga fyrir páska;  hjálpaði litla bróðir að smíða. Sat upp á þaki í þessu fína sólbaðsveðri á Föstudaginn langa við að negla niður þakplötur.  Ég þykist vera voða góður að smíða enda tala bræður mínir um "YFIRSMIÐINN" þegar verið er að vitna í mig. Devil    ÚFFF og ég kann ekkert að smíða en reyni bara að flækjast mikið ekki fyrir. Whistling

Hélt áfram að smíða á laugardeginum en svo þegar ég kom heim síðar um daginn til að gera mig kláran fyrir tónleikanna þá varð maður auðvitað að "sjæna" sig til. Cool Ætlaði að laga aðeins þessi fáu hár sem eftir eru á kollinum en það stóðu 3 af 25 hárum út í loftið en valdi óvart ranga hæð á klippurnar svo það endaði með því að hárið fékk að fjúka.    Grin  Nú er bara ekkert eftir.  Núna lít ég út eins og alvöru skallapoppari Cool eða páskaegg nema bara aðeins sætari en unginn.  Tounge   Spara sjampó alla veganna.  Bandit  Svei mér þá ef ég lít ekki út fyrir að vera tíu árum yngri núna. Whistling

Eftir umrædda tónleika var stefnan tekin austur fyrir fjall.  En elsti bróðir minn og fjölskylda buðu okkur í bústaðinn.   Komum þangað á laugardagskvöldinu og auðvitað var farið beint í pottinn.  Krakkarnir nutu sín í botn þarna.     

Sá mjög frumlega leið til að opna páskaegg.  Frændi minn (og jafnaldri Guðbjargar),  setti sitt egg á mitt gólfið. Hann var í gönguskóm svo ég hélt að hann ætlaði að trampa ofan á eggið.  Nei nei, hann tók tilhlaup og sparkaði í eggið eins fast og hann gat svo pokinn utan af egginu sprakk og það splundarðist út um allt. LoL  Ég stóð í dyragættinni inn af ganginum og súkkulaðið gekk yfir mig.  Eins gott að pokinn sprakk því annars hefði mér liðið eins og markvörður við að reyna að verja páskaegg.   Krakkarnir sátu í sófanum og opnunin var tekin upp á myndband. Whistling Það var ekkert annað að gera en að taka fram ryksuguna og hreinsa upp súkkulaði.  Það þurfti að gera alhreingerningu á bústaðnum. Grin    Þessir krakkar.  LoL Ég ætla nú ekkert að fara að rifja upp mín uppátæki þegar ég var yngri. 

Maður hljómar eins og miðbæjarrotta en mikið voðalega er nú alltaf gott að komast út fyrir bæjarmörkin.  Svo var auðvitað skimað eftir gæsum.   En mér finnst alltaf svo notalegt að komast á Suðurlandsundirlendið á vorin og horfa eftir farfuglum.  Sá ekkert ennþá en veit að það eru komnar stöku fuglar á svæðið.    En mikið voðalega er nú sinan brún svona á vorin en það sést best þegar komið er austur fyrir fjall.   

Hvað um það, helgin er bara búin að vera fín. Vonandi hjá ykkur líka sem lesið þetta.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sæll félagi gleðilega páskarest .

Það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur krökkunum um páskana... en af hverju varstu ekki í austfirsku ölpunum strákur? ....  Ég er alveg ákveðin í því að segja ekki frá þessari páskaeggjaopnunaraðgerð í þinni fjölskyldu  þá yrði hún örugglega notuð næst af krökkunum mínum.

Ég sá að sjómannafærslan mín hafði ekki vistast og var búið að loka fyrir athugasemdir í gær þegar ég ætlaði að endurtaka hana. Því  koma síðbúnar athugasemdir. 

Það var svo gaman að sjá E9 í athugasemdunum, ég held nefnilega að ég hafi byrjað á þessu um árið ... gott að það liggur a.m.k. eitthvað eftir mann eftir öll þessi ár he he. En að sjómanninum. Ég ætla nú rétt að vona að maður fái boð í E9 ef haldin verður keppni og ég lofa að hvetja þig Marinó minn lofa lofa lofa... nema náttúrulega ef við sjómennirnir væru að keppa . Ég sem hélt að ég vissi allt um þig... og ég var að vinna með kóngi öll þessi ár og vissi það ekki .......

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.3.2008 kl. 09:04

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sæl Herdís

Gleðilega páskarest.  Austur?   Já svona er þetta stundum, enda var nóg að gera hér og svo hefur bíllinn verið að stríða mér svo ég hefði ekki nennt að keyra.     Flugið innanlands kostar eins og fimmföld ferð til Köben eða þannig.

Rétt hjá þér með E9 en það liggur miklu miklu meira eftir þig þar.    Hver veit nema maður hafi verið að vinna með prinsessu þarna líka?   Tel það mjög líklegt.

Marinó Már Marinósson, 24.3.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: arnar valgeirsson

það vantaði reyndar að segja hvaða tónleika hinn glænýi skallapoppari fór að sjá í páskaeggjaleiðangri sínum.

en það er gott að komast útfyrir bæinn já, helvedde gott bara. sérstaklega ef maður kíkkar á sjötugustu breiddargráðu sko.

á eftir að henda ferðinni á blog en það er yfirlit á www.godurgranni.blog.is

fór með 140 páskaegg og þau voru opnuð með ýmsum aðferðum. fóru allavega ekki í ryksuguna. lofa þér því.... 

arnar valgeirsson, 24.3.2008 kl. 13:17

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sæll Arnar minn. 

Auðvitað var ég með  Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band tónleikana í huga svo voru haldnir í Háskólabíó á laugardaginn og fjallaði um í færslunni hér á undan. 

Hef ekki ennþá komið til Grænlands.   140 páskaegg?    Það er ekkert annað. 

Marinó Már Marinósson, 24.3.2008 kl. 13:40

5 Smámynd: arnar valgeirsson

auðvitað. tók því þannig í fyrsta lestri að þú hefðir verið kominn austur og skildi ekki baun.... en skil nú.

bróðir minn var ánægður með þá allavega.

arnar valgeirsson, 24.3.2008 kl. 14:53

6 identicon

Í dalnum hefur verið rólegt, tja nema hjá sveitabóndum sem hefur stundað lærdóm og ritgerðarsmíð frá morgni til kvölds.  Þess á milli nutum við útiveru í dalnum,  þegar maður býr við sveitarómatík þarf maður ekki aðfara neitt  :)                                                                                         Reyndar lítið um páskaeggjaát  vorum nefnilega svo dugleg að passa upp á að aðrir fengu páskaegg og áður en við vissum af var búið að gefa öll eggin en vorum nú bara þeim mun duglegri í alls kyns öðru áti bæði hér í dalnum og í boðum hjá öðru ættingjum og vinum.   

Óska þér og þínum gleðilegra páska!

P.S. Gott að vita af góðum smið Marinó

Anna "páskaálfur" (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:57

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Sé þig í anda í páskeggjaregninu.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:02

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

hmmm???? Ég hló svo mikið að mig verkjaði í magann.  Við sem eldri vorum vorum að reyna að vera alvarleg en það var nú bara ekki hægt.  Enda.....  hvað er einn páskaeggjabústaður á milli vina?      Einar Guðjón spurði mig í gær hvort ég hefði opnað mín páskaegg svona þegar ég var yngri? 

Marinó Már Marinósson, 25.3.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband