Smá fróðleikur um fugla

Það virðast allir vera að skrifa um sirkusinn í stjórnmálum þessa daganna. Pinch

Þá er bara að skrifa um eitthvað annað eins og t.d. fugla.  Whistling

Ég hef alltaf haft gaman að fuglum.  

Ef þið hafið áhuga að sjá hvar Starrinn á náttstað hér á höfuðborgarsvæðinu þá get ég sagt ykkur hvar hann heldur til þegar fer að skyggja.     Best er að fara niður í Fossvogsdalinn fyrir neðan Landspítala háskólasjúkrahús. Það er hægt að aka af Bústaðaveginum niður Eyrarland og til vinstri inn Fossvogsveg og leggja bílnum fyrir ofan skógræktina þar.   

Best er að vera komin fyrir ljósaskiptin og til að sjá þegar fuglinn kemur í flokkum inn á svæðið.  Mjög gaman að sjá þetta.  Einnig gaman að hlusta á fuglinn þarna seint á kvöldin.

Bendi hér á skemmtilega heimasíðu. Félag fuglaáhugamanna Hornafirði. http://www.fuglar.is/

Þar er hægt að lesa um far- eða flækingsfugla sem sést hafa hér á landi í vetur.

Þess má geta að heiðlóa hefur sést undanfarið í Sandgerði og á milli 50-60 grágæsir hafa sést við Höfn í Hornafirði svo eitthvað sé nefnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

beint í sandgerði með byssuna maður

eins gott fyrir starran að vera svona lítill. annars yrðu afföll

arnar valgeirsson, 22.1.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

ussss   Arnar

Marinó Már Marinósson, 22.1.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband